Jurassic 5 – Quality Control

Snillingarnir Jurassic 5 hafa getið sér nafn sem frábær tónleikagrúbba með tónlist sem kemur gjörsamlega frá sálinni. Hér koma þeir með sína aðra breiðskífu, og sú er ekkert slor.
Sextettinn frá Los Angeles samanstendur af Chali 2N, Mark 7, Zaakir (Soup), Akil og plötusnúðunum Chut Chemist og Dj Nu-Mark (sem pródúsera plötuna líka).
Tónlistin sem þeir smíða er soldiðí tíma gamla snillinga á borð við Tribe Called Quest, Mellie Mel og Sugarhill Gang þar sem þeir dreyma um tíma gamla skólans þar sem buxurnar voru þrengri, minna var af blóti og allir rapparar voru glaðir litlir borgarbúar.
Þeir hafa getið sér nafn sem frábær tónleikagrúbba með tónlist sem kemur beint frá sálinni og hafa þeir verið kenndir við Run-DMC, Roots og álíka tónleikabönd, þrátt fyrir að þeir hafi algjörlega sinn eigin stíl. Fjölbreitnin á plötunni er alveg gífurleg þar sem þeir nota mikið af hljóðfærum, rispum og sömplum. T.d. má nefna að þeir nota mikið tónlist frá 4. áratugnum, jazzi og blús og jafnvel bæta þeir steppdansi inní, og svo er náttúrulega góð textasmíð og of gott viðhorf til lífsins eitt af því sem einkennir hljómsveitina. Frá því að þeir gáfu út J5 (sem var þeirra fyrri plata og var hún gríðarlega vinsæl hjá jaðarhópnum) hafa þeir verið að sanka að sér aðdáendum. Sú plata er alls ekkert síðri.
Ekki get ég sagt að neitt sérstakt lag standi fram úr öðrum þrátt fyrir að Quality Control sé fyrsta smáskífan nema kannski eitt sem heitir “Swing set”. “Swing set” er ekki beint rapplag, þetta eru þeir Nu-Mark og Cut Chemist sem rispa allt lagið með þvílíkum stæl. Þar taka þeir hljóð héðan og þaðan og búa til úr því snilldar lag.
Ef þið hafið áhuga á að kaupa einhverja rappplötu þá er þessi málið, þessi diskur er einn af þeim betri sem ég hef heyrt og er fyrir alla, bæði rapphausa sem og aðra

9/10

-grín-
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid