DJ Tomekk-Return of Hip Hop/Pioneers Project   7/10 DJ Tomekk er DJ-Aus Deutchland, og er nokkurskonar Funkmaster Flex þeirra Þjóðverja. Hann er hér með nýjustu afurð sína “Return Of Hip Hop” sem er mixdiskur þar sem er að finna bandarískt meinstrím hip hop í bland við þýskt.

Tomekk fær, eins og flestir mixdisk dj-ar, til sín góða gesti, og má kannski fyrst nefna KRS ONE, hann kemur fram í fyrst lagi plötunnar ásamt Torch og MC Rene þar sem þeir tveir síðast nefndu rappa á þýsku og blandast þetta mjög vel saman.
Aðrir gestir eru t.d. Tony Touch, GZA sem lætur reyna á þýsku kunnáttu sína í laginu “Ich Lebe fur Hip Hop” ,Group Home, og meira segja Flavor Flav úr PE rappar svo skemmtilega “1 2 3 from New York to Germany” ásamt Grandmaster Flash.. Eitt besta lag plötunnar er “ The Genesis” feat Prezident Brown sem er Reggae lag tileinkað Tomekk. Mjög Cool.
Önnur lög er þokkaleg nema kannski lagið “Girls” með Coolio, þarf að segja meira!

Kíkið endilega á þennan disk þó svo það sé ekki nema bara til að rifja upp menntskóla þýskuna! Schnell!

rawquZ