Muggs Presensts – The Soul Assassins II         7/10 Hip Hop menninginn hefur alið upp marga frábær “producera” þar sem færni þeirra felst fyrst og fremst í því að búa til takta, sampla og setja rispur þar sem á við.
Cypress Hill producerinn Dj Muggs er einn af þeim og má með sanni segja að hann sé með þeim færari. Hann er maðurinn á bakvið Cypress Hill, einnig hefur hann verið með puttana í Funkdoobiest þegar þeir voru uppá sitt besta og nú síðast var að hann að “producera” Quarashi. Það verður spennandi að heyra það.

Hér er Muggs aftur á móti með sína aðra breiðskífu “Soul Assasins II” Eins og á fyrri plötu hans þá fær hann til sína góða gesti til að rappa yfir takta sem koma beint úr smiðju hans. Hann blandar saman þungavigtarmönnum úr mainstream og underground geirnum og nær hann að smíða saman úr því þessa fínu plötu. Lagið “You Better Belive It” með X´zibit og gömlu kempunni King Tee er algjört “Head Nod” og á það einnig við um flest login á þessari plötu. Einnig er “When the Fat Lady Sings” með GZA mjög cool þar sem Muggs samplar “kvenmannsrödd” sem er tjúnuð upp. Þessi plata groovar fínt og er nauðsynleg í safnið.
Check it Out!

rawquZ