Varúð varúð, haldist fjarri börnum yngri en 14 ára, innihald þessa disks getur haft slæm og varanleg áhrif á heilastafsemi þína, textarnir á þessum disk eru ekkert til að taka alvarlega.
Já sem sagt hefur Demigodz meðlimurinn Louis Logic Gefið út sína fyrstu plötu (að ég held), Sin-a-matic. Platan er svosem ekkert nýtt miðað við Tónlist þeirra í demigodz, mjög harðir textar og geðveikar battl-rímur, J.J. Brown sér alfarið um pródúseringu á þessari plötu en þó koma nokkrir inn með einstaka lög svo sem, Celph Titled og Memo. Platan samanstendur af sautján lögum. Ég hef fílað Demigodz í þónokkurn tíma, en reyndar komst ég ekki á tónleika þeirra kappa hér um árið og ég held enn í vonina um að þeir komi hugsanlega aftur, því að þetta er ein af betri hip hop tónleika böndunum í dag. Ég ætla að reyna mitt besta að gagnrýna þennan disk eftir mínu höfði, en ef ég fer með einhverjar staðreyndavillur þá leiðréttið þið mig bara.

1. Sintro - Þétt intro + fyrsta lagið, JJ producar og fer bara þokkalega með það, ekkert sérstaklegt lag en gefur góða hugmynd um hvað er á leiðinni. Louis skilar rímunum mjög vel.

2. Street Smarts - JJ kemur hérna með vel feitan takt sem er með hörpu í aðalhlutverki. Louis neglir rímurnar um það hversu heimskir sumir eru og nota ekki svona “street common sensið” mjög skemmtilegt og upplyftandi lag.

3. Freak Show - Ég er með þetta lag bókstaflega á heilanum þessa stundina, ég uppgötvaði það ekki fyrr en eftir sirka 10 hlustanir en þetta lag er hreinasta snilld. JJ kemur með frekar basic takt sem virkar svona drulluvel og Louis neglir rímur sem gætu komið Necro í feitasta sjokk!!!!

4. Celph Hatred Feat. Celph Titled - Celph aðeins að tjá sig í hljóðnemann, og sigir öllum að halda kjafti þegar hann tala, þetta er bara interlude fyrir næsta lag.

5. Diablos feat. Celph Titled - Þetta lag er fuckin´ sjúkt, spænskt gítar þema yfir þessum takti sem JJ fleygir svona vel frá sér. Louis og Celph hrækja rímunum líka svona vel frá sér.
“Whoever you're cool with will forever be losers// I'll hit you so hard your kids will inherit the bruises” !!!

6. Dos Factotum - Þetta lag er í skugganum á síðasta lagi því að takturinn er mjög svipaður og ég held að þetta lag hefði notið sín betur aftar á disknum. Þetta lag er þrátt fyrir ekki alslæmt.

7. Coochie Coup - Þetta lag er vel pródúsað af JJ. Brown og fleygir Loismjög skemmtilegum/hörðum texta um fyrrverandi kærustu sína sem hefur greinilega farið illa með hann! Sömplin eru afar frumleg í þessu lagi.

8. Postal - Þetta lag er eins og nafnið gefur til kynna um póstmenn sem er fyrrverandi vinna Louis. Hann kemur með skemmtilegan textan um hvernig er best að losna við vinnuna, mæta oft of seint eða myrða alla á skrifstofunni!!! Lagið er fléttað saman úr tveim töktum og passar það bara mjög vel.

9. Mischievous - Celph Titled gerir taktinn í þessi lagi og takturinn er nokkuð sinfóníulegur?! En það er ekkert slæmt, takturinn er alveg að meika það. Lagið er í rauninni ekki um mikið, svona hvernig hann hegðar sér daglega.

10. Halfway Strech (Sinterlude) - Bara smá interlude til að leyfa manni að teygja úr sér þegar leiðin er rúmlega hálfnuð.

11. Best Friends Feat. Apathy - Demigodz maðurinn Apathy kemur sterkur inn í þetta lag sem er um tvo vini, annar vinurinn er að fara á tónleikaferðalag og biður vin sinn um að gæta kærustu sinnar á meðan, svo fara þau auðvitað að láta enda ná saman og Louis kemst að því og missir sig og nokkru seinn kemst hann að því að Barn sé á leiðinni og líf hans er í rúst. Avid Rec Collector gerir taktinn og gerir það bara þrusuvel, sagan er mjög skemmtilega sögð af báðum aðilum, það besta við þetta lag er að mjög auðvelt er að fá þennan texta á heilann gaman er að taka lagið með þeim.

12. Revenge!!!! Feat. Celph Titled - Þetta kemur beint á eftir næsta lagi og er nokkurs konar framhald af síðasta lagi, Louis og Celph, berja gaur (apathy??) svo illa að þeir drepa hann, svo reyna þeir að koma honum í plastpoka en löggan kemur og svo loks eru þeir komnir í gíslatöku og samtal louis og löggunnar er skemmtilega rímað, sagan er þá loksins búin og louis, Celph og Apathy allir undir græna torfu! Lagið er fléttað úr 4 mismunandi töktum og eykur það fjölbreytnina að mínu mati á þessari plötu.

13. Fair Weather Fan - Fuckin´ Geðveikur taktur!!!!!!! Louis rappar um tölvuna og hversu mikið hún hefur hjálpað hip hoppinu að komast betur á kortið, þetta lag er bara löðrandi snilld. Taktur inn er mjög “unreal” og hann er gerður af JJ Brown.

14. The Rest - Eina “ástarlagið” á plötunni er í rauninni ekki ástarlag heldur ferkar meira diss á stelpur almennt (who would have thought!?) Takturinn er fléttaður saman úr píanó og flautu sömplum og kemur það drulluvel út og þetta er með betri lögum plötunnar en fær ekki mikið fyrir textann.

15. The Ugly Truth - Shittttttt……… ef ég fengi bara að heyra 3:30 af þessu lagi myndi ég halda að Lou væri fuckin´ msti rasisti í heimi, Takturinn er tær snilld og er sá besti á plötunni, ég er ekki alveg paránægður með þennan texta sem á að endurspegla skoðarnir George Bush á alla minnihlutahópa í BNA, hann hefði getað gert betur með textann því að þetta gæri misskilist mjög illa. Hann er að leika sér að eldinum í þessu lagi.
Mjög Pólisískt.

16. Idiot Gear - Þetta lag er motherfuckin brjálað… JJ brown er alveg að komast inná lista minn yfir betri producera með framlagi sínu á þessari plötu og í þessu lagi neglir hann síðasta naglann í kistuna og fullkomnar frammistöðu sína. Louis kemur með ógeðslega skemmtilegan um samskipti karla og kvenna og reynslu hans af konum, rímurnar eru lepjandi snilld sem er sleikt upp af kettlingi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta lag gerir endann á disknum alveg frábæran, og oft hefur mér diskar enda ekki nógu vel.

17. Dust 2 Dust - King Honey kemur með takt sem skiptir um ham á mínútu fresti, byrjar á kassagítarnum og fer síðan yfir í tromopetið. Lou kemur með sína slökustu frammistöðu á disknum.

Falið Lag - Það kemur fram laginu að JJ gerir taktinn og sömplin í þessum takti passa svo sjúklega vel inní að það er bara ekkert venjulegt. Takturinn er nokkuð líkur Ugly Truth taktinum ef maður fer að pæla í því, Louis gerir besta viðlag plötunnar og er það bara einfaldlega:SJÚKT!!!

Niðurstaða mín er sú að þessi diskur er einn af betri underground diskum 2003 sem ég heyrði, nokkuð einhæfir textar á tímum en það hefur eiginlega engin áhrif á heildarútlit plötunnar. Framlag JJ Brown er ómetanlegt á þessari plötu og væri hún alls ekki jafn góð ef hann hefði ekki komið svo sem nálægt einu lagi plötunnar, Hann pródúsar öll bestu lögin. Svo Hjálpar það alltaf að vera með svona flott plötuumslag! niurstaða mín er sú að Louis Logic fær 9 stjörnur af 10 og það vantar herslu muninn á tíunni.
We swarm with the bees and diseases and even if your deejay was jesus you could never fuck with these kids