SLug og Ant mynda hljómsveitina Atmosphere sem er að mínu mati ein besta hip hop hljómsveit samtímans. Slug kemur alltaf á óvart með frábærum og grípandi textum og Ant gerir ótrúlega takta sem hljóma í höfðinu á mér löngu eftir að ég heyri þá.
Þessi plata þeirra félaga er þónokkuð frábrugðin fyrri plötum þeirra þar sem fá lög eru um hina alræmdu Lucy sem hefur oft komið fyrir í textum Slug í gegnum tíðina. Ég ætla að gagnrýni þessa plötu eins og ég best get og ef ég fer með einhverjar staðreyndavillur endilega leiðréttið mig.

1. History - Intro þar sem slug hvetur alla til að vera með honum í að gera söguna.

2. Trying to find a balance - Þetta lag er einfaldlega tær snilld. Ant fær hjálp frá Nate Collins sem spilar á gítar. Þetta lag er frábærlega vel unnið, hvernig trommurnar koma inn í gítarstefið er nánast ólýsanlegt, ég fæ alltaf hroll þegar ég heyri það. Slug skilar textanum mjög vel og hann flæðir afar vel, titillinn á laginu segir í raun allt um boðskap textans.

3. Bird sings why the caged I know - Ég hef góða hugmynd um að þetta lag sé um hana Lucy, er nákominn vinur slug og er rokkhljómsveit, textinn lýsir Lucy og ég held að ég megi fullyrða um það að þetta sé hatesong um hana. Takturinn er skemmtilegur með bakröddum frá Cameron H., Kristin B. og Nate the Merchant.

4.Reflections - Ég dýrka taktinn í þessu lagi, hann er einn af þeim sem ómar í höfðinu á mér. Viðlagið er algjör snilld. Slug skilar textanum mjög vel, þegar lagið er hálfnað kemur takturinn úr Modern man's hustle inn í lagið og slug rappar texta sem svipaður texta úr því lagi en aðeins breyttur og að mínu mati miklu betri og skemmtilegri.

5. Gotta lotta walls - Takturinn í þessu lagi er nokkuð þungur, Slug er að rappa um mjög skemmtilegt topic, þ.e.a.s. venjulegan dag í lífi vinar síns Murs. Þetta er engin snilld en þónokkuð hærra en meðaltalið.

6. The keys to life Vs. 15 minutes of fame - Lagið byrjar á því að flugmaður talar í mic-inn. Takturinn er hraður og sannkallaður headnodder. Textarnir flæða svona ótrúlega vel inn taktinn og einnig koma góð sömpl inn í viðlaginu.

7. Apple - Hi my name is Shaun Daley and you might know me from such films as “I can't sing but neither can you!”. lagið er um hvernig MC-ar eiga ekki að upphækka sig bara af því að þeir rappa.
Viðlagið er mjög viðeigandi.

8. Suicide Girls - Eilítið rokkaður taktur undir kvenmanni sem notar F orðið einum of oft um hann Shaun, hann byrjar ekki að rappa fyrr en 2 mínútur eru liðnar af laginu og er svar gegn þessari móðgun sem hann fékk á símsvarann sinn!

9.Jason - Jason talar í símann um Cats van bags…….

10. Cats Van Bags Feat. Brother Ali - Takturinn er hraður, hrár og harður og virkar svona þrælvel. Brother Ali er mjög öflugur rappari og sýnir það vel í þessu lagi.

11. Los Angeles - Skemmtilegur og uppliftandi taktur sem minnir mig svolítið á fiskabúr og loftbólur….. Rólegar og flottar rímur frá Slug, röödin hans er nákvæmlega það sem þarf til að gera þetta lag gott.

12. Lifter Puller - Takturinn er rólegur með seiðandi kvenmannsrödd í bakrunninum. Ég set alltaf á þetta lag þegar ég fer að sofa…… Sage Francis hjálpar til í þessu lagi, í viðlaginu kemur röddin aftur inn í lagið og gerir það algjöra himnasælu. Lagið er held ég um samband tveggja einstaklinga og Slug skilar textanum bara nokkuð vel samt meætti hann alveg bæta sig þarna, hef heyrt hann betri.

13. Shoes - Ég bókstaflega dýrka textann í þessu lagi sem er um Slug þegar hann er drukkinn heima hjá stelpu og lýkir sambandi þeirra um samband tveggja skóa(?) Takturinn er gerður úr trommum og engu öðru, mjög frumlegt…..

14. National Disgrace - Þetta lag er eins og titillinn ber til kynna um alla hálfvitana sem hafa gert ótrúlega hluti í sjónvarpi bæði til þess að verða fræg og líka einfaldlega vegna heimsku. Takturinn er unnin í samvinnu með Nate Collins sem sér um gítarinn í laginu, svo er flaut sem kemur mjög vel út… ég fæ hroll að þessu frábæra viðlagi.

15. Denvemolorado - Takturinn er löðrandi snilld, aftur kemur þessi seiðandi kvenmannsrödd sem nær manni alveg á sitt vald. Þetta lag er ein af ástæðunum af hverju ég hlusta á þessa gaura. Þetta lag kemst nálægt því að vera fullkomið. Rímurnar flæða svo vel í gegnum taktinn.

16. Liqour Lyles Cool July - Takturinn er mjög hraður og inniheldur aftur þessa æðislegu kvenmannsrödd, þetta lag er sannkallaður headnodder. Enn og aftur skilar Slug Rímunum ótrúlega vel sem passa vel inn í lagið.

17. Good Times (sick pimpin') - Djúpir tónar gera þennan takt. Þetta lag er um allar þessar þunglyndi barhangandi konur, Slug vill breyta lífsviðhorfum þeirra og fá þær til að dansa. Viðlagið passar fullkomlega við lagið.

18. In My Continental - Takturinn er ekki alveg að meika það en rímurnar eru að rífa þetta lag upp… Mér finnst þetta lag ekkert sérstakt og erfitt að gagnrýna það.

19. Always Comin' Back Home To You - “last but not least” eru orð sem eiga mjög vel við þetta lag, þetta lag er langbesta lagið á þessum disk og fullkomnar hlustun hans. Þetta er að mínu mati næstbesta lag sem þeir félagar hafa gert á eftir “woman with the tattooed hands”. Gitarinn í laginu er gerður af Nate Collins og ég er mjög ánægður með framlag hans til plötunnar. Takturinn er algjör snilld og rúmar tvær mínútur af samfelldu rappi frá Slug Fullkomnar þetta lag, þetta lag er eitt af betri hip hop lögum samtímans þó víða væri leitað….. takk fyrir mig.


Þessi diskur Seven's Travel er að mínu mati skyldueign allra sem dýrka brjálaðar rímur, melódíska takta og góðan boðskap.
Þessi diskur fær 9.5 af 10 mögulegum
We swarm with the bees and diseases and even if your deejay was jesus you could never fuck with these kids