For Ya Mind - Volume 1 Safnplatan For Ya Mind Volume 1 var gefin út árið 1998. Real Flavaz, Subta, DJ Rampage & Mr. bix með Cell 7 (úr Subta), Bounce Brothers og Aria með Subta eiga lög þarna sem eru öll mjög fín.

1. Get it on, Real Flavaz - Fyrsta R&B hljómsveitin á Íslandi skilst mér en held að þær búi í USA núna og mér skilst líka að þær hafi gert disk þar, þar sem að Subta, J-Live, Talib Kweli og fleiri voru á. Mjög flott R og B lag með fínum electrokenndum takti og beatboxi í seinast versinu.

2. Talentz, Subterranean - Þau hafa spilað með Fugees, Grave diggaz og De La Soul og einnig gert Central magnetizm sem er algjör snilld. Flott lag með skrækri rödd í Introinu á laginu og flottum takti sem ég heyri ekki alveg hvaða hljóð er. Skrítið að heyra Rögnu vera tala um að Hip hop sé eitthvað vinsælt og shit.

3.The Harder i Rock, DJ Rampage & Mr. Bix (featuring Cell 7) - DJ Rampage er stjórnandi Hip hop þáttarins Chronic sem er á milli 11 og 01 á föstudögum og er brautryðjandi í íslensku Hip hoppi. Flott lag með skrítnum takti og sömplum úr öðrum lögum sem viðlag. Fínt lag.

4. Many Different Ways, Bounce Brothers - Mr. Slim er í þessari hljómsveit en er nú þekktur sem DiddiFel í Forgotten Lores. Veit ekki hver hinir 2 eru. Frábært lag með frábærum takti og löngu skanki í endann.

5. Ariella, Aria (feat. Subta) - Ekkert mjög lag sem er með svolítið elektrónískum takti og Aria syngur tónana úr gömlu lagi með Ellý Vilhjálms. Mér skilst að þetta lag hafi verið eitthvað vinsælt á Íslandi.

6.Self Realization, Subta - Charlie D byrjar lagið. Hann (eða konan í Exodus hélt að það væri hann og taktarnir minntu dálítið á suma taktana á Central Magnetizm) var að gera disk sem er aðallega eða bara instrumentals og er fínn (eða það sem ég hef heyrt af honum) svo er þetta kannski ekki hann en samt… Allt í lagi taktur en ekkert sérstakur. En fínasti texti samt.

7. U can, Real Flavaz - Já já. Þetta er fínt lag með mad takti. Ekkert mikið meira að segja um þetta lag.

Stjörnur svona ca. 8 eða eitthvað.