Ég ætla að skrifa um Góða Ferð með Bent & 7berg sem er fyrsta plata þeirra, eru reyndar 5 í þessari hjómsveit minnir mig og er með betri hjómsveitum Íslands.


1.Flugtak-Skemmtileg kynnig úr flestum ef ekki öllum lögunum á disknum

2.Má Ég Sparka-Þetta lag er einn orðaleikur og er að virka mjög með, þetta lag er hálfgerð endurgerð af laginu Can I Kick It með TCQ og útaf þessu lagi verð eitt stærsta beef hér á huga milli Bents og Einar Ágústs sem var að dissa Bent og 7berg fyrir að minnast á Skítamóral í laginu or some. Skemmtilegt og fyndið lag

3.Kæri Hlustandi-Hressandi lag sem er kemur öllum gott mode, fínt beat og Bent & 7berg skila sínu vel

4.Strengjabrúða-Þetta lag er andstæða ofangreinds lags og er svona hálfgert þunglyndis lag en er þó mjög gott og er þetta hið klassíka Bent lag og fer í hóp með Bent Nálgast og Vaknaðu

5.Gangsta-Þetta heitir kannski Gangsta en er verið að gera grín að þessu og er þetta svona Anti-Gangsta eða það finnst mér allavega. Fínasta lag en er ófrumlegt

6.Útileigulagið með Dóra DNA-En og aftur jolly lag og kemur Dóri vel inní þetta og skilar sínu en það sama verður ekki sagt um 7berg eða Bent, þeir eru alltí lagi en lagt undir sinni getu

7.Niðurdrepandi-Já þetta lag er niðurdrepandi og er með slappari lögum plötunnar, slappar rímur en fínasti taktur.

8.Fíkniefnadjöfullinn-Snilldar lag sem er ekki hægt að fá leið á því, besta viðlag á plötunni, sýnir að Bent er besti rapparinn á landinu ásamt Elvari.

9.Liggedí lagið með Class B-Ég er einfaldlega ekki að fíla Class B, hann eitthvað í taugarnar á mér og það eyðirleggur það eflaust fyrir, takturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir en ég er nú samt ekkert expert í þeim málum.

10.Drykkja-Fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og var á Rímnamín og er mjög gott og er svona jolly þó að það fjalli um drykkju, cool taktur en ekkert sérstakt viðlag, Bent á þetta lag eins og flest öll þeirra en kemur 7berg samt sterkur inn á köflum

11.Tveir Eins með Skyttunum- Ég ereinfaldlega ekki að fíla þetta og finnst mér þetta lag það slakarsta á disknum.

12.Bls 8-Frábært lag þar sem 7berg sýnir hvað hann getur í textasmíði enda var þetta lag tilneft hér á huga fyrir besta textann. Flott lag og cool beat

13.Heimssýnir með Eyedea-Bent og Eyedea er fínir en 7berg er því miður ekki að gera sitt besta(miðað við aðra texta þá) en fínasta lag engu að síður

14.Örorka-Bent er hálf að væla í þessu lagi og er ekkert að gera sig

15.Lending-Skemmtilegt að heyra mistök við upptökur, greinilega gaman hjá þeim að taka upp þessa plötu(sem er ekkert skrítið) lang mesta skemmtanagildið í þessu lagi

Einkunn:8,5 af 10