Önnur skífa kappans, gaf áður út storminn á eftir logninum. Sem var einmitt fyrsta ísl Hip Hop platan eingungu röppuð á íslenksu sem fékk almenna dreifingu. Hann gefur sjálfur út eða útgáfu fyritæki hans, Boris, 2002.

01. Forspil.
nokkurskonar intro, mjög slappt. eiginlega bara niðurdrepandi.


02. Smellurinn(ásamt MC Svarthöfða)
Mad funk shit. Gerð þetta lag með jagúar, frábær taktur og sesarinn skilar rappinu ágætlega frá sér, söngurinn brýtur lagið helling upp,kemur flott út. Með flottustu lögum disksins.

03. Allar Hendur(ásámt Bobba Vandræðagemsa)
Fínasta lag, fínn taktur en textalega mjög slappt lag. Sesar mætti sleppa seinna versinu. Bobbi kemur ferskur inn.

04. Bananalýðveldið(ásamt BlazRoca)
Mjög lelegt lag, Sesar er eflaust mikill hugsjónamaður en kemur því enganveginn í ljóð. Nær engum krafti, sérstaklega þar sem þetta er politískt lag. Hann er minnst 15 árum að gagnrýna margt sem hann er að gagnrýna í laginu, Seinna versið hans sesar a er samt mun skárra. BlazRoca kemur með kraft í þetta, í stuttu máli segir bara Fokk BNA, nokkrar góðar línur hjá honum.

05. DJ Magic opus due
Góð syrpa hjá dj magic.

06. Gerðu Það sjálfur(ásamt Diddú)
tittilag plötunnar enda er þetta með betri lögum disksins. Flottur taktur og brjáluð kontrabassalína sem gerir lagið mjög flott. Diddú gefur laginu líka skemmtielgan keim og bara frábært lag. Sesar tekst að sleppa öllum bull línum í þessu lagi.

07. List Ein
Með flottustu lögum hans, segir frá kynnum sinum af graffiti. textinn er reyndar mjög slappur en takturinn frábær og flott solo í laginu. Eitt besta lag disksins.

08. Bangsi Forte Uno
Beatbox, ég fíla þetta ekki.

09. Kem, sá ,sigra
Flottur taktur,byrjar vel en síðan dettur lagið allt í einu niður.

10. KaldaR Kveðjur (ásamt; Vivid Brain og Freydísi)
Funky takur, Freydís stendur sig ágætlega, mætti fara að semja um eikkað annað en hvað karlmenn eru mikill fífl. Fyrst fannst mér þetta ágætt, kona sem er ekki heiladauð en þá má ofgera hluti. Vivid Brain er næstur, brjálað flott verse hjá kauða, skilar þessu vel frá sér. Að lokum er komið að sesar a og hefði hann mátt sleppa því að vera í þessu lagi, flowar lítið sem ekkert í þessu og með lélegan texta.

11. Dj MAgic Opus Tre
önnur syrpa frá magic, fín.

12. Hin Heilaga Þrenning
Ágætt lag, fínn taktur og sesar góður í þessu lagi. HEf ekki meira að segja um þetta lag.

13. Bangsi Forte Due
Hefði nú mátt sleppa þessu…

14. Hjartalagið
Mjög lélegt lag, skil ekki hversvegna hann lét þetta á diskinn, slappur taktur. Hefði getað gert eikkað betra úr þessu smampli. Mjög niðurdrepandi lag.

15. Kveðja og Þakkir
Svona kveðjulag, ágætistaktur hjá magic. Ágætislag.

Sesar A fær prik fyrir frumleika og ágætis taktsmíðar á köflum. Veikasti hlekkur hans eru textasmiðar og fara þær oft útí rugl og draga plötuna helling niður. Hefði átt að hafa færri lög á plötunni og hún hefði verið skotheld. Fær 3/5.