The Roots er hópur tónlistarmanna sem spila hip hop. Grúppan samanstendur af Black Thought, ?uestlove, Hub, Kamal, Scratch og Ben. Þessi diskur er sjöundi diskur þeirra kappa, en áður hafa þeir gefið út diskana, (1)Organix, (2)Do you want more, (3)Illadelph halflife, (4)Things fall apart, (5)The legendary(smáskífa með 5 lögum), (6)The roots come alive, og svo núna Phrenology. Mér finnst illadalph halflife og things fall apart bestu diskarnir þeirra. Ég ætla að skrifa upp lögin á disknum og gefa þeim smá gangrýni.

1. Phrentrow(intro) - Stutt og laggott Intro…..

2. Rock you - Kröftugt lag með góðum takti og flottum sömplum. Lagið er pródúsað af DJ Scratch.

3. !!!!!!! - Smá pönk fyrir næsta lag……

4. Sacrifice Feat. Nelly Furtado - Flottur taktur, góð sömpl og útkoman er bara nokkuð góð, Nelly er með réttu röddina í viðlagið, margir hafa sagt að þetta lag sé bara væl en mér finnst það ekki. Lagið er pródúsað af Kamiah Gray.

5. Rolling With Heat Feat. Talib Kweli - alveg ágætur taktur en reyndar góðar rímur. Talib gerir þetta bara ágætlega.

6. Waok (ay) rollcall - Smá respect til þeirra sem sköpuðu þessa menningu…………

7. Thought @ work - Þetta er annað af tveimur uppáhalds lögunum mínum á þessum disk, geðveikur taktur, hratt og flott lag og það er pródúsað af ?uestlove

8. The seed - Live gítar í taktinum sem er ekki að meika það, bara meðallag þeir geta miklu betur en þetta.

9. Break you off Feat. Musiq - Þetta er hitt uppáhalds lagið mitt, þetta lað er bara tær snilld geðveikur taktur og flott sömpl og mad rímur. lagið er pródúsað af Kamal.

10. Water - Þetta lag er bara nokkuð flott, tekur reyndar soldinn tíma að melta það ( soldið hrátt ) en þegar maður hefur hlustað á það nokkrum sinnum þá fattar maður að þetta er gott lag. Takturinn er flottur og viðlagið gott.

11. Quills - Geðveikur taktur + Flottar rímur = frábært lag… ekkert meira……

12. Pussy Galore - Ágætur taktur og einhver gella að flækjast fyrir í þessu lagi… ekkert sérstakt.

13. Complexity Feat. Jill Scott - Mjög rólegt lag og ógeðslega leiðinlegt það eina góða við það er það að það er næst síðast á disknum.

14. Something in the way of things (in town) - Mjög lengi að byrja,
Taktur í bakgrunni við ræðu Borgarstjóra New Jersey um morð.

Þessi diskur er bara nokkuð góður, reyndar geta þessir kappar gert mun betur eins og fyrri diskar segja. Samt eru nokkur frábær lög á þessum disk, en svo á móti kemur að það eru líka hræðileg lög á honum en þau eru samt í minnihluta.Það vantar fleiri lög á þennan disk sem eru í sama gæða flokki og, The next movement, concerto of the desperado, Section, Clones, Respond and react, Dynamite og 100%dundee. Þessi diskur fær 8 í einkunn af 10 mögulegum.
ég er ekki bara líffæri