Jurassic Five er rapp-grúppa sem saman stendur af Chali 2na(mc), Zaakir(mc), Akil(mc), Marc 7(mc), Cut Chemist(dj), Nu-Mark(dj).
Þeir hafa áður gefið út tvær plötur á undan þessari en þær eru Jurassic Five LP og Quality Control. J5 nota mikið af hljóðfærum s.s flautum, píanó, trompet og fleiri hljóðfærum. Þeir blóta ekki sérlega mikið, það finnst mér vera gott fyrir tónlistina. Ég ætla að skrifa upp lögin á disknum og skrifa smá gagnrýni um þau.

1. Intro - Intro er alltaf intro…….

2. Freedom - Snilldarlag pródúsað af Nu-Mark, þetta lag er alveg dæmigert fyrir J5, þarna rappa þeir um heimsfrið og hafa mismunandi skoðanir á því. Ég myndi setja þetta lag í 5-6. sæti yfir lögin á disknum.

3. If You Only Knew - þetta lag er bara tær snilld, hvernig píanóið og flautan virka vel saman, svo kemur takturinn inní lagið og niðurstaðan er bara tær snilld. þetta lag er í 3. sæti.

4. Break - Pródúsað af Cut Chemist, byrjar með flottu trommusóló og svo byrjar fínn taktur sem passar mjög vel inní taktinn. þetta lag er bara miðlungslag miðað við diskinn.

5. React - Cut Chemist aðeins að leika sér………

6. A Day At The Races - þarna fá drengirnir Big Daddy Kane og Percy P til hjálpa sér og niðurstaðan er bara einfaldlega góð, samt vantar betri Daddy Kane inní lagið og betri takt.

7. Remember His Name - Ótrúlega flott lag sem Akil byrjar. Ótrúlega djúpt og úthugsað lag sem er um gaur sem þeir þekkja allir og vinir þeirra og fjölskyldur líka, og auðvitað er það dauðinn. Flottur taktur sem Nu-Mark sér um. þetta lag er í
5-6.sæti.

8. What's Golden - Þetta lag er bara löðrandi snilld. geðveikt flottur taktur, lagið er pródúsað af Nu-Mark. Ef þið tímið ekki eða eigið ekki pening fyrir disknum downloadið þá þessu lagi… Þetta lag er í 1. sæti.

9. Thin Line - Pródúsað af Cut Chemist J5 mættir til leiks með Nelly Furtado sem syngur viðlagið sem er mjög grípandi, rólegt og flott lag sem maður fær auðveldlega á heilann. Þetta lag er í 2. sæti.

10. After School Special - Dæmigert lag fyrir J5, trompet og grípandi taktur virkar vel. Einhver krakki sem vill komast á plötuna byrjar og endar lagið, þetta lag er miðlungslag.

11. High Fidelity - Mjög svipað lag að after school special með allskonar hlæjóðfærum sem ég veit ekki hver eru. grípandi viðlag, þetta lag er miðlungslag.

12. Sum Of Us - Þetta lag byrjar eins og einhver leiðindi en allt annað kemur í daginn skrýtinn taktur sem tekur svolítinn tíma að fíla, viðlagið, geðveikt. Þetta lag er í 7. sæti.

13. DDT - Kool Keith mættur ríma án takts, ótrúlega flottar rímur.

14. One Of Them - pródúsað af JUJU sem rappar einnig líka í laginu, sæmilegur taktur, eina lagið sem eitthvað blótað er í.
Þetta lag er ekki slæmt en heldur ekki gott.

15. Hey - Tær snilld, takturinn minnir mikið á rólegheit og himnaríki og svo kemur þetta “hey” inní taktinn og gerir hann enn flottari, þetta lag er í 4. sæti.

16. I Am Somebody - Allir að rappa saman, kemur mjög vel út, mjög kröftugt lag sem hittir beint í mark. Takturinn mætti samt vera betri. Þetta lag er miðlungslag samt.

17. Acetate Prophets - Þetta er ekki alveg lagið sem ætti að enda disk með en á móti því kemur að maður hlustar sjaldnast á lögin sem eru síðust. Frekar leiðinlegt raul hjá Cut Chemist og Nu-Mark.
Afríkutaktar og trumbusláttur… virkar ekki.

En þessi diskur, Power In Numbers er mjög góður, sokkuð öðruvísi hip hop en það gengur samt alveg upp.

Þessi diskur fær einkunnina 9
ég er ekki bara líffæri