Rónarnir í Bumsquad eru búnað gef út safndisk, svona flestir íslensku hip hop hausnarnir eru þarna. þessi diskur er ótrúlega góður þrátt fyri að sum lög eigi engan veginn heima þarna.Castor og Pollox í samvinnu við DesiBel gefa út.

01. Bumsquad - 101 Bumsuad. - ótrúlega leiðinlegt lag, einkahúmór og læti, allveg hægt að hlæja að þessu einu sinni en síðan er þetta bara fyrir.

02. O.N.E - Pempin'. - Gott lag góður instrumentall og O.Pee sýnir hvað hann er orðinn góður. Conseptið í textanum er ekkert alltof girnilegt og skipti eg alltaf um lag þegar hann segir;I layback grab my dick, lost in a fantasy". Þessi lína og framhaldið er aðéyðileggja lagið.

03. Bæjarins Bestu - Í Klúbbinn. - Minnir mig á eitthvað Redman lag, en samt ágætislag. Mar fær doldið fljótt leið á þessu en góð textagerð gaman að heyra Deluxe rappa og fínn instrumentall frá honum.

04. Mezzías MC - Skýjum ofar.- Feitasta sem ég hef heyrt með Mezzías, snilldar lag og bar vel unnið í alla staði.

05. Skytturnar - Ess-ká-Yfsilon. - Ferskasti skíturinn í bransanum í dag. Þeir eru með allveg feitasta flæði og bítið er ótrúlega fresh. Eina sem ég fíla ekki er hvað Gunni er eitthvað að stæla AGBent&7berg flæðið.

06. Tiny - Straigth Execution. - Tiny og O.Pee eru bestu enskumælandi rappara klakans. Heyrist aldrei þessi leiðinda hreimur og vitleysa. En þetta lag er eitt það besta á disknum, smooth rapp hjá Tiny og einn sá feitasti taktur sem ég hef heyrt.

07. BetaRokk - Vaknaði í Brussel. - Í einu orði viðbjóður, Palli skilar samt sínu ágætlega.

08. Kritikal Mazz- Can't stop. - óFrumleiki er eina orðið sem ég get sagt um þessa hljómsveit. Ofnotaðasta consept alrra tíma, ya can't stop uz. Fínasta bít, en eins og margt annað alltof ófrumlegt. Síðan finnst mér Reptor lelegur rappari og ekkert hægt að hrópa húrra fyrir textunum. Chipah er betri en er með pínu hreim sem eyðileggur.

09. AG ásamt Kjarra - Þjóðsöngur.- Mjög beitt textagerð, taka fyrir góð málefni og er þetta ágætislag, Feitt viðlag og Stjáni er með frábæran texta. Með P'olitiskari ísl Hip Hop lögum. Mjög gott.

10. Móri - Brotni Taktur. - ‘Agætis lag, feitt producering eins og í öllum móra lögum. Það má deila um hvort boðskapurinn sé góður, talar um að reykja frekar hass en að drekka.

11. Bent&7berg - Tímapressa. - Sett upp eins og Dagbók, Dj Gummo með ágætisbít, þetta lag verður samt leiðinlegt þegar viðlagið kemur, því að minu mati eyðileggur það lagið. Doldið skrýtið en samt gotta ef mar pælir ekki í viðlaginu.

12. MC Steinbítur - Vopnaalda. - Svona frekar leiðinlegt lag, Gengur engan veginn upp þótt það séu ágætis línur þarna, Þá er þetta ofnotað sampl og bara leiðinlegt til lengdar. ’AGætis Syntha kafli þarna í miðjunni.

13. EvilMind - Þegar sólin sest. - Snilldar lag,Yngsti artistin á disknum en samt með betri lögum. Junglizt með snilldar bít og saman gera þeir eitt besta lag Disksins.

14. Ur'Anuz - Hugarheimur - Djöful leiðinlegt lag, Flæðið útí hött . Byrja línuna geðveikt hratt og enda alltaf svona hægt. Kannski flott að brjóta rappið upp soleis einu sinni í laginu enn allt lagið er orðið frekar þreytandi.

15. AG - Þú veist það. - Brjálað lag, alltaf gaman þegar AG fara að sprella aðeins. Alltof feitt bít og snilldar vers hjá þeim báðum. Stjáni kom mjög á óvart og er frekar góður í þessu lagi.

16. Vivid Brain - Vocabulary Dictionary. - VErsta lag hans til þessa, þetta er eina lagið sem ég get ekki hlustað á á disknum. Allveg drepleiðinlegt undirspil og hreimurinn hjá honum er hræðinlegur. Hann ætti að halda sig við íslenskuna.

En í Heildina litið fínn diskur. Bestu lögin eru; Þu Veist það, Þegar sólin sest, sýjum ofar, Straight execution og Ess-ká-Yfsilon. Endielga kaupið hann og ég gef honum 3 stjörnur af 5
***/*****