Bæjarins Bestu - Tónlist til að slást við Bæjarins bestu

Tónlist til að slást við.


1. Intro - mjög kúl intro hjá Danna Deluxe.

2. Betri en flestir - Það er kominn nýr taktur á þetta lag. Ég held að þetta sé þriðja útgáfan sem ég hef heyrt, en þessi
útgáfa er lang best. Ferskt rapp eins og alltaf hjá Dóra. Kúl taktur hjá Danna. Býst við að allir hafi heyrt textann.

3. DNA - Kúl lag, Dóri talar um að hann sé bestur, mikið af snilldarlínum í þessum texta, t.d. “en einn stóð upp og sagðist
vilja battla/ en það gekk ekki alltof vel…. en hann hafði engu að tapa :) ” Kjarri kemur lítið við sögu í þessu lagi, er
bara svona vocals. Danni að gera feitan skít eisn og venjulega.

4. Í klúbbunum - Það hafa sennilega ALLIR heyrt þetta lag, það er búið að vera í stanslausri spilun á muzik.is. Fínt lag,
Samt búið að spila það svolítið mikið. Kjarri og Dóri eru báðir með fersk vers, svo kemur Danni harður inn og rappar
lítið vers í lokin, kom mér á óvart að hann gæti rappað.

5. Tónlist til að slást við - Þetta er titillag plötunnar. Svolítið of rokkaður taktur, en hann er víst spilaður Live.
Magnaðar rímur hjá dóra í þessu lagi og kjarri kemur svo skammt á eftir. ÉG held svo að Danni komi með eina ferska rímu
þarna í lokin, það er bara smooth.

6. Ég sem texta II feat.Birkir B - Ný útgáfa af þessu lagi, þeir notuðu línur frá Class-B í fyrra laginu en þarna hafa
þeir fengið til liðs við sig Birkir-B úr Forgotten Lores. Þeir sanna bara í þessu lagi að þessar tvær hljómsveitir eru
að gera ferskasta skítinn í dag. Dóri kemur með smooth línu og svo tekur Birkir aðeins í Micinn og svo er komið að kjarra.
Mér finnst þetta vera betra en gamla lagið þó að það hafi verið mjög gott. Eitt besta lagið á diskinum.

7. Get ég fengið (1,2,3) - Þeir taka þetta lag á öllum showum og og fá allt crowdið með sér. Flott lag og grípandi viðlag.

8. 4,5,6 - Þetta er bara Instrumentall frá Danna. Mjög kúl taktur og hann er greinilega að leggja mikla vinnu í það sem hann
er að gera.

9. Málum bæinn rauðan feat. Hughvarfahríð - Fílaði þetta lag ekki nógu vel þegar ég heyrði það fyrst, en ég er alltaf að
fíla það betur og betur, veit ekki alveg nógu vel hverjir eru í Hughvarfahríð (veit bara að kjarri er einn af meðlimunum).

10. Baknag feat. Bent&7berg - Bjóst við miklu af þessu lagi en er ekki að fíla það nógu vel ennþá. Útilegulagið á Góða ferð
er geðveikt og ég bjóst við einnhverju svipuðu. Samt alls ekki slæmt lag, bara alls ekki það sem ég bjóst við.Samt er þetta
Mjög innihaldsríkur texti sem fjallar um baktal og þannig shit í íslensku hip-hop senunni

11. Innanbrjósts - Mög rólegt lag, þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt frá Bæjarins bestu. Hef ekki heyrt Dóra svona
rólegan áður, þetta er innihaldsríkur texti og flott rím hjá honum. Geðveik ríma hjá kjarra, líka mjög innihaldsrík
Geðveikur taktur hjá danna. Þetta er eitt flottasta lagið á disknum.

12. (við erum) Sokkin - Annað svona frekar rólegt lag, líka mjög flott. Kjarri er einn í þessu lagi. Það er mjög Gaman að
heyra Þá rappa svona rólega. Flottur taktur hjá danna.

13. Þakkir - Þetta er bara svona rugl hjá Danna og Kjarra, Dóri var ekki í stúdoinu þegar þetta var tekið upp.
Þarna eru þeir bara að chilla í studioinu og þakka öllum sem komu að útgáfu disksins.

14. Outro - Instrumentall hjá danna. Kúl taktur og danni er bara að gera frábæra hluti á þessari plötu eins og þeir allir.

15. Sokkin (remix) - Kjarri að rappa Sokkinn, þarna er annar taktur og aðeins hraðara, samt frekar rólegt. Eftir þetta er
svona aukalag. Þetta er freestyle með engum takt. Kjarri byrjar og tekur eitt stutt freestyle, svo tekur dóri micinn og
freestylar í fokkin' 3 og hálfa mínútu. Þetta er bara geðveikt.



En svona Yfir allt er þetta bara einn besti diskur sem hefur komið út á íslandi. Dóri er alltaf góður og kjarri er að koma
ferskur inn í Bæjarins bestu. Mér finnst Danni vera einn besti DJ-inn á landinu, hann er að gera feita takta fyrir þá.

Bestu lögin eru : Betri en flestir, DNA, Í klúbbunum, Ég sem texta II, Get ég fengið (1,2,3) og innanbrjósts.

Þessi diskur er skyldu eign fyrir alla sem fíla íslenskt rapp og ég mæli með því að þið kíkið út í BT og tryggið ykkur
Þennan geðveka disk. Þeir eru bara einfaldlega það ferskasta sem er að gerast í íslensku hip-hopi um þessar mundir.

stjörnur : ****1/2 af 5 mögulegum

p.s Þetta er bara það sem að mér finnst, og þú mátt vera sammála þessu eða ósammála ef þú vilt. I don't give a fuck :) En endilega segiði ykkar álit

Takk takk Spir.