Jæja…nú er það búið…
Kvöldið í MH í gær var yfirhöfuð ekkert spes. Þetta byrjaði á því að menn þurftu að hafa tónlistina lágt stillt vegna kennslu sem fram fór í húsinu.
Hjalti byrjaði og það var alveg fínt, reyndar hefur hann tekið mörg af þessum lögum áður, en það kom ekki að sök, hjalti er annálaður crowd pleaser og sýndist mér honum takast það nokk vel að pleasa crowdið.
Mauze steig næstur á svið með eitthvað það harðasta sem sett hefur verið á blað. Reyndar heyrðist ekki nógu vel í honum, þar sem hann hélt hljóðnemanum svo langt frá sér. Mauze var samt harður og í flottum átfitt, só bigup…
Þá stigu M.A.T. og Marlon upp og verð ég að segja að Matti kom mér á óvart með fínum textum og fínu flæði. Marlon er mjög góður á ensku, að mínu mati betri en á íslensku.
Mezzó steig næstur á stokk og var með alveg fínt show. Móri hjálpaði til og gerði mjög vel. Þeir félagar ná vel saman.
Þá kom að hápunkti kvöldsins; battlið!
Ég verð að segja að vegna eftirspurnar bjóst ég við einhverju never seen before…en já…
Frikki kom á óvart með því að lesa einhverjar stökur af símanum sínum. Dóri rústaði honum. Í fyrri erindunum taldi dómnefnd það að Frikki hefði náð tveimur punchlines en Dóri 5-6 (það var vafamál) Í seinna náði Frikki 2-3 aftur en gallinn var sá að þær voru allar á hann sjálfan.
Dóri þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri, þetta var svona eins og þegar Manchester spilar á móti 3. deildar liði. Þeir gera bara nóg til þess að vinna. Dóri hefði getað gert betur en þurfti það ekki. Satt að segja skil ég ekki Frikka að gera svona, en virði hann samt að hafa reynt að freestyle'a.

Á eftir battlinu stigu bæjarins bestu á stokk. Ég held að crowdið hafi ekki fílað rólegu lögin okkar..shieet…
En já ég gleymdi víst að minnast á Igore. Þau spiluðu líka þarna…þau voru fín. Mér fannst reyndar hafa heyrst of hátt í Frikka þannig að þegar hann var að syngja þá fór það illa með eyrun á manni. Stelpu rapparinn úr Igore átshænaði Frikka, hún er mjög mjög góð, með fínt flow..
en allaveg ekkert spes kvöld í góðu húsnæði