ég loka augunum og sit í myrkrinu með dregið fyrir
er þreyttur en ég lifi, í draumaheim ég svíf yfir
lifi einn dag í einu, hélt ég hefði allt á hreinu
en það virðist verða ljósara með tímanum að ég ræð ekki yfir neinu
reyni að gleyma að ég vil helst ekki vera hér
en engann skiptir máli því að enginn sér
að kannski ætti ég að vera annasstaðar en ég er
ég þarf enga hjálp, ég get alveg bjargað sjálfum mér
mig dreymir betra líf og ég gæti svosem reynt
kannski á morgun, því í dag er allt of seint
því dagurinn líður hratt og ég er hræddur um
að oftast eru ekki nógu margir tímar í deginum
sólin sest og sólin rís, og nótt verður að degi
ég gæti reynt, en það er sama hvað ég segi
því er ég vakna næsta dag verð ég búinn að gleyma mínum sorgum
ég gæti byrjað upp á nytt, og ég byrja aftur á morgun

og ég byrja aftur á morgun…

———-

Mér finnst stundum eins og allir hafi gleymt mér
ég geng á milli staða án þess að fólk sjái að ég er hér
ósýnilegur geng í gegn um fólk og fólk í gegn um mig
ég hugsa um alla aðra en aðrir hugsa bara um sjálfan sig
í myrkri sit og hugsa að ég verði að reyna að komast inn
en mér finnst alltaf eins og ég sé að berja hausnum í vegginn
en það lagast örugglega eða hvað?
er bjartsýni til einskis þegar ég hugsa um breytingar
án þess að gera þó ég hugsi oft um það
að skrifa á nýtt blað, stend ég samt fastur á sama stað?
er ég að eyða lífinu í óþarfa áhyggjur
mér finnst ég vera að færast úr áhugaleysi yfir í þráhyggju
fæ enga ánægju þó finni oft fyrir vanþakklæti
ég gæti svosem reiðst en með því úr engu ég bæti
svo ég stend hér hljóðalaust, því þögnin oftast særir minnst
og finnst ég vera betri maður, en enginn heyrir hvað mér finnst
því vinnst lítið þó ég þegi og veld fólki samt oft sorgum
en ég vill bæta úr því, og ég geri það á morgun

og ég geri það á morgun…

———-

ég reyni að bæta úr því sem áður gerðist, svo ég læri af reynslunni
en ég kunni betur við mig áður en fólk gaf mér einkunnir
og dæmdi ekki af orði á blaði,
ég glaður færi afturábak, ef ég gæti stoppað og bakkað með hraði
engin ábyrgð, engar áhyggjur og engar væntingar
frelsi til að hugsa um annað en heimavinnu og peninga
ég kasta tening sem stoppar á auðum reit, ekkert
ég myndi fara annað ef ég vildi það, en hvert?
svo ég verð hér og lifi áfram eftir beinni línu
þó að mörgum finnist ég kasta í burtu lífi mínu
ligg á dýnu sem þekkir mig allt of vel
ég eyði of miklum tíma hér, ég sef og dreymi um að breyta mér
í eitthvað annað, þó ég viti ekki hvort það væru framfarir
fer hamfarir í huganum þó lítið geri hugsanir
ef ekki er breytt í aðgerðir þær eru lítils virði
myndi láta hendur standa framúr ermum ef ég þyrði
það er of mikil byrði að draga allt þetta með mér heim
svo eitthvað verð að gera til að fækka þeim
og losna við þær áhyggum sem valda mér oft sorgum
en ekki í dag, það getur beðið fram á morgun

getur beðið fram á morgun, getur beðið fram á morgun
en ekki í dag, það getur beðið fram á morgun
getur beðið fram á morgun, getur beðið fram á morgun
en ekki í dag, það getur beðið fram á morgun…