ég lifi lífinu eins vel og hægt er og ég forðast vandræði/
reyni að taka á móti flestu með góðvild og faðmlagi/
lífið er einn stór bardagi og ég er virkur í mínu liði/
stefni á friðinn en til þess ég verð að vera yfirdrifinn iði/
stunda skólann, stunda heimili áður en ég geng um gullna hliðið/
kanna heiminn, kanna sjálfan mig og finna rétta sniðið/
ég er enn á mínum yngri árum en með tímanum ég þroskast/
svotil nýbyrjaður í rappi en í framtíðinni mun ég vonandi blossa/
ég er mikill draumóramaður, og væntingar mínar geta orðið stórar/
þær munu fæstar rætast en ég er sáttur svo lengi sem ég get tórað/
og ég er svo þakklátur fyrir það sem að mér hefur verið gefið/
hæfileikinn til að leita, finna og taka stóra skrefið/
í átt að draumum mínum, fá vinsældir og virðingu/
fyrir það sem ég geri best, þegar ég hugsa um það fer um mig fiðringur/
þegar sá tími kemur að ég sé fyrir endan á minni girðingu/
mun ég minna ykkur á alla sem gera það ekki útaf reynslu minni og minningum/
ég mun sinna honum sem vantar sýna syndurum heilagt altar/
og ég mun alltaf vera hjálpsamur og alltaf margfalt það/
sá sem kallar mun fá svar, sá sem hrasar standa/
sá sem glatast mun finnast og sá sem er aumastur kýlir fastast/
ég hef gert mjög mörg mistök og ég geri þau áfram/
allir gera þau en allir hafa af einhverju af státa/
og þeir sem gráta útaf afleiðingunum ættu ekki að láta/
bugast, taka refsingunum og ákveða að þeir muni ná langt/
það er alltof mikil grimmd og harka í sviðsljósinu/
gagngrýnendur, áhangendur, maður þarf að halda öllu þessu pakki glöðu/
þeir sem eru byrendur missa áhugann um leið/
af hverju ekki að hjálpa í staðinn fyrir að fara á netið og skrifa nafnlausa hatursgrein?/
af hverju ekki að styðja aðra og hvetja þá sem reyna á hæfileika sína/
marga dreymir um þetta og það er fokking sárt að heyra að maður geti ekki rímað/
ég hvet sem flesta til gleyma öðrum og gera það sem þá langar/
að leggja af stað í sinn eigin heim og vonandi komast sem flestir þangað/