Í byrjun var moldin - Mold

Þar á eftir kom orðið - Orð

Þar á eftir komi ljósið - Ljós

Þar á eftir kom rótin…..

Eldur og brennisteinn - svo ég skemmist ey - rigning góð
ef ég á að smakkast verð að vaxa en ég stilli mitt hóf
Ég heng einn míns liðs í sveitinni, eplið á eikinni
ég lifi hér en velti fyrir mér hvar ég verð eftir á?..veit ekki
reyn' ekki að sporna við örlögunum - vill ekki rífa mig úr fjötrunum
rífa mig úr fötunum því safinn úr mér á að renna eftir hökunum…
örlöginn eitthvað sem á ekki að storka við, það má enginn borða mig
en ég hef séð mennina skoða mig, hópast saman og horf'á mig
það má enginn smakka á okkur - en það hlustar enginn af þessum smákrökkum
má segja að þeir þrá okkur - þrátt fyrir að vita að ég er hinn forboðni ávöxtur
þú villt smakka - samt mun einn biti skaða - og verður ekki aftur tekið
en þér er sama þótt þinn kraftur þverrist - kommon..taktu sénsinn!
blá augu þíííín svo full af löngun
hver er munurinn á réttu og röngu? smakkaðau annars skil ég þig eftir í öngum
þú horfir á eplið og villt nálgast það - því þig langar að taka bitann
til þess eins og vita hvort þú munt deyja eða hvort þú munt lifa..
Ég er hvorki að etja þig eða letja þig - en sjáðu..ég var fæddur til að drepa þig
ég er freistingin - og er að freistast hér til að láta þig treysta mér
Allt þetta auglýsinga kjaftæði ég stund'ekki, kommon opnaðu munnvikið
OPNAÐU MUNNVIKIÐ - og tyggðu tyggðu tyggðu, klunninn þinn
Horfðu og freistastu hvað annað geturu eiginlega gert hérna?
því ég veit að vatnið í munninum á þér er farið að væta kverkarnar
Þú hugsar um mannkynið - og að standast þetta, þú ætlar að þrauka það
en innst inni grátbiður hjartað þitt þig um að kitla bragðlaukana

Þú verður að taka bita - þótt þú vitir að ég skaði þig
sleppum ruglinu - bíttu - þú getur aldrei staðist mig
þú verður að vita hvernig ég mínir líkir smökkumst…
ég er hinn forboðni ávöxtur..ávöxtur

MOLD - ORÐ - LJÓS….
Rótin…Rótin