ég veit að ég ekkert fríður maður en hef samt tilfinningar
tek nærri mér blaður um galla mína og ykkar lýsingar
á mér sem persónu þó þig þekkið mig ekki, og sjáið ekki innst inn
mín persónu mín sál er ekki ólík ykkur eins og útlitið, mín húð og kinn
bakið bogið rangeygður, hjólbeinóttur, nefið öfugsnúið
kripplingur en samt hluti af ykkar kynþætti og menningu sem þið búið við
og sama rétt hef ég til að lifa líkt og hvert og eitt ykkar
sem öðlist hugsanahátt rasistans um leið og þið lituð til hliðar
og sáuð einhvern með ólikan húðlit útlit, eða bara annað en spegilinn
sem þið horfið í á daginn og sú manneskja sem þið sjáið er fyrirmyndinn
sem þið takið mark á hlustið ekki á hina og fordæmið illa
þetta er ekkert einstaklingsbundið þetta er meira svona eins og fáfræðivilla
sem brýst út meðal þjóðflokks í sama kynþætti, eins og eldur í sinu
það ætti ekki að skipta neinu einasta máli hverslags litur er í hörundinu
frekar hvernig fólk hugsar og framkvæmir hlutina eitthvað sem er breytanlegt
ekki litur ólik líkamsbygging eða meðfæddir málgallar svo eitthvað sé nefnt
svona hlutir eiga ekki að skipta máli og hvað þá þrengja möguleika í lífinu
lífið þarf eki að vera bárrátta allt frá upphafi til enda, hættum stríðinu
og lifum í sátt og samlyndi og blöndum geði milli okkar og lifum lifandi
og eyðum lífinu í eitthvað skemmtilegt á meðan lífsklukkan er ennþá tifandi
og tímin rennur ekki út á þessum sólarhring hvað þá innan við það
við viljum ekki þurfa að horfa til baka á öld fordóma og sjá hvernig við höfum lifað
en svo til þess þurfi ekki að koma og við getum sleppt að bíta samviskubitið
þá lifum við lifinu skynsamlega svo við verðum sátt þegar aftur er litið


comment please