Sæl og blessuð þið.

Mig langar að röfla eilítið um umfjöllunarefni þessarar könnunar sem er uppi þegar þetta er skrifað (varðandi það hvort annar Rímnamín diskur væri vel þeginn af heiminum eður ei):

1) Væri ekki þjóðráð að um setu á plötu þeirri yrði keppt, það er; dómnefnd tæki við lögum utan úr bæ og fyllti diskinn þeim bestu sem henni bærust.

2) Sjálfum þætti mér sniðugt að banna þeim sem eiga að baki útgefnar breiðskífur að eiga lög á plötunni. Nóg er af Hip Hop listamönnum til að fylla 10 diska af útgáfuhæfu efni hér á landi og því óþarfi að mínu áliti að tyggja ofaní okkur fleirri rottweiler lög, gefum þeim sem berjast í bökkunum tækifæri.

2b) Ef fólk getur ómögulega gengið að þessum skilyrðum þurftu hinar þekktari hljómsveitir þá auðvitað að taka þátt í keppninni eins og aðrir: Enginn ætti að eiga öruggt sæti á plötunni.

3) Eins og áður segir er mikið meira en nóg af efni til reiðu og því ætti í þetta skiptið að nýta allar 70 mínóturnar sem geislaplata býður upp á.

4)Einginn ein hljómsveit, eða eitt samstarf ætti að eiga fleirri en eitt lag á plötunni, en gesta rapparar í lögum væru leyfilegir þó þeir ættu annað lag á plötunni, svo lengi sem þeir séu augljóst einungis gesta rapparar.

Svona nokkurn veginn þætti mér þetta líklegast til að heppnast vel…Eitthvað sem ég er að gleyma, eða sem þið eruð ekki sammála mér um?

PS: Mig vantar nafn, Rappara nafn, og hefur vantað til lengri tíma. Einhverjar uppástungur?

PS2: Hvaða fáránleiki er nú það tala um instrúmental “Hip Hop”/“Trip Hop”/“það sem pródúserarnir gera” sem: “TAKTA”? og svo talið þið um “trommurnar” eða “slagverkið” þegar þið talið um raunverulega “taktinn” í lögunum og melódíurnar/laglínurnar sem “sömpl” jafnvel þó þær séu ekki samplaðar, og svo lögin í heild sinni sem “TAKTA”?! Frekar asnalegt að mínu mati…Taktur er ómelódískt slagverk og ekkert annað…