þetta var allt gaman í fyrstu en nú kárnar gamanið
ég kem og skipti mér að málum sem koma mér ekki við
ég spilli öllu gamaninu allri gleði sem að naut sín
enginn kann skilgreiningu á mér en allir veita mér viðsýn
ekkert party lifir lengi eftir að ég mæti á staðinn
en svo þegar kenna á einhverjum um þá er ég löngu farinn
á bak og brott enginn man eftir mér vegna ofdrykkju
enginn minning er eftir um þegar kemur að timbrinu
hausverkurinn aftrar fólki til að afla upplýsinga um mig
enginn minnist andlits míns, fötum né núverandi heimili
enginn veit hvar skal finna mig eða hvenær ég kem á kreik
allir telja þetta fúlustu alvöru en ég tel þetta leik
eyðilegg skemmtanir fyrir fólki og geri það vel og vandlega
átta mig ekki á tjóninu mér er sama hve mikið hlutirnir vega
svo þegar allt er orðið að veruleika þá fer ég ánægður með verkið
lít stoltur til baka og sé að ég er höfundur á bakvið messið
sem eftir varð þegar ég mætti og eyðilaggði fjörið
allir telja mig hafa breytt rangt en ég taldi þetta kjörið
sama fyrir hverjum, hverri eða hverju ég villti
breytir engu svo lengi sem ég gleði spillti