Á botni brunns það ber á fingurgóma
raddir hvíslast, þýðar, lágtóna
þar ráðabrugg er seytt, gert að því skóna
að hverful gerist nú mín ásjóna
ég er ládeyða í mannsham, hjáróma
því hvísla ég og pískra í míkrófóna
og reyni að rífa rætur upp með sóma
og reyni að láta rætast spádóma
í dimmu horni blekkjandi grooves, ég seytla
með graníttöflu og fjaðurstaf, orð mín meitla
lít í augu meðfylgjandi spegilmyndar
skuggans hendur syndaþvegnar
eðlilegar tilfinningar reynast vera hvirfilvindar, svo ég teikna
ófullkomna andlitsdrætti og sálu illa leikna út ég reikna
svo í skugganum af huga sjálfs mín
ég finn næði til að vega og meta aðstæður,
sem ala af sér samræður.
umhverfi sem þarfnast tilfinningar, engar ástæður
þar sem fólk tjáir hug sinn og meiningin er sannleikur
samleikur, afbrigða, persónuleika einkenna
tjaldið fellur fyrr en ætlað var yfir hinn seinheppna
vegir virðast vandaðir en vegvísir er vansvefta
veður virðist vætusamt þó umhverfið sé alelda