..Minn versti óvinur..


Ég stend fyrir framan sjálfan mig, enginn skuggi og engin spegilmynd/
sé mig visna upp og detta í sundur, aðeins eftir beinagrind/
ég held mig sé að dreyma, ligg ég uppi í rúmi heima /
eða hef ég yfirgefið heiminn og var búinn að gleyma/
því sem gerði ég/ hvað gerði ég til að eiga þetta skilið/
ég vil hverfa í burtu héðan/ ég vil yfirgefa sviðið /
finnst allur heimurinn vera að horfa á mig, því lokiði ekki augunum/
mér finnst ég ekki geta falist fyrir ykkar hugsunum /
ég hugsa um að flýja en ég get bara ekki hreyft mig /
fyrir hver tvö skref sem fer ég áfram fer ég tvö aftur til baka fjarlægist þig /
ég fer í hringi í kring um sjálfan mig og til baka/
líður eins og ég sé að sofna held ekki augunum opnum þó ég reyni að vaka/
fyrir framan læstar hurðir með engann lykil/
horfi í gegn um skráargatið, sé ekki mikið/ gegn um þokuna og rykið/
finnst ég hafa verið svikinn, stunginn í bakið með lyklinum/
lyfti hendinni um og sé að ég held sjálfur á honum/ heitum og blóðugum/
var svikinn af mínum versta andstæðing, ég hefði átt að sjá það/
að ef ég drep hann drep ég mig, ég lifi ekki ef ég drep mig sjálfann/…



ég er læstur inni í sjálfum mér, persónuleika tvískiptum/
hef ekki yfirhöndina gegn hinum helmingnum/
ég get ekki lokað augunum/
ég hugsa um að losa mig úr böndunum/
reyni að hugsa upp lausn, en finn leið til að stoppa sjálfan mig
ég er að tapa á móti mér sjálfum/
það er enginn leið að blekkja hinn helminginn/
því að hann er ég og ég er hann þó við séum óvinir erum við sami maðurinn/
geðveikin, geðklofinn í helminga/
leita úrræða/ á móti sjálfur reyni að eyðileggja/
horfi sorgmæddur í spegilinn, sá sem horfir á móti hlær/
finnst óendanlega stutt á milli okkar, en samt kemst ég engu nær/
hugsa um lífið ef allt væri eins og áður var/
aleinn í eigin huga, þurfti ekki að hugsa um hvort einhver felist þar/
ég hlæ að sjálfum mér, samt renna tárin /
finn sársaukann í huganum en stoppa ekki sjálfan mig frá því að klóra sárin/
sama hvað ég reyndi fannst mér ljósið slokkna, ég var að sökkva/
engin lausn sem myndi bjarga mér eina ráðið var að stökkva…/



…en yfir mig kom andi sem að lyfti mér upp svífandi/
djöfulinn sem áður dró ég skar burt og aflífaði/
nú var ég meira lifandi/ en áður fyrr ég upplifði/
ótakmarkaður, óstoppandi, loks aftur á tveimur fótum standandi /
óhikandi/ frá byrjun aftur byrjaði/
í fyrsta sinn í langan tíma fann að ég var lifandi/
kom sjálfum mér til bjargar, lét verri hlutann falla niður/
yfirgaf áhyggjur og vandræði, fann í huga mínum friður/
ég var sjálfum mér verstur, því ég var ekki að fylgjast með/
og í framtíðinni veit að ég mun vara mig á sjálfum mér/