Lag með AG, KickinBitches (Dóra DNA) og 7Berg

Rapparar geta dissað mig bakvið tölvuskjá og í góðra vina hóp
vilja battla en hafa ekki skrifað nóg og eru ekki eins góðir að þylja ljóð
Þykjast þó hafa þykkan kór, og segja að að þeim flykkjast fólk
Geta samt ekki freestylað fyrr en þeir eru búnir að drekka kyppu af bjór
Flestir þeirra kunna ekki að höndla mic, þeir reyna samt að öðlast frægð
að rústa þeim fyrir mig er léttara en anórexíu sjúklingar á herbalife
sumir þeirra segja mig of djúpan, ljóðafífl ekki stýlfínan
Þeir hljóta að vera ósyndir því þeir höndla í stórum stýl ekki dýpt mína
En eftir eina rímu frá mér þá á enda verður þú þjáður
Því fyrir mig að rústa þeim er ekkert má eins og instumental útgáfur
Ég mun slátra þeim svo höfuðtölu þeirra mun fækka
ef þeir stíga upp hljóta þeir að hafa mist vitið eins og skjálfhentir heilaskurðlæknar
Þú mátt bjóða mér í battl, ekkert mál, en að þú vinnir mig
Er eins og atvinnulaus leikari einfaldlega ekki inn í myndinni
Og ef þeir ætla að stíga upp ættu þeir að læra sína bragfræði utan af
Því í öryrkjun er ég snöggur tek út hann bæði og skuggan hans
Rapparar dissa mig en þeir vita samt að ég bæti rappfagið hundraðfalt
Og þegar ég gríp í hljóðneman gleyma þeir samt bæði stund og stað
Það sem þeir þykjast gera Hr. Kaldhaedni stundar það
Og presenterar feitara fyrir Afkvæmi guðanna