Frá fyrstu sýn, fyrstu snertingu og fyrsta andarætti
leið mér eins og þátttakanda í einhverju happadrætti
vinningslíkurnar litlar enn potturinn þess virði
og ef að ég tek ekki þátt finnst mér ég sjálfur vera nirfill
….
….
….
ég hafði horft á skýin makast og afkvæmi þeirra birtast
ég hafði merkt sundrungu og einnig séð þau þyrpast
tilgangurinn var ennþá ófundinn, og stundin?, sú sama
ennþá bundinn af frama, sá ennþá turinn að hrapa
hugsjónirnar út á þekju og innan við var veðrið svipað
það rigndi flest alla daga og kuldinn kom, þó vel ég hita
en veðrið skánaði - og öldugangurinn tókst saman að dragast
og gaman var það - en oft endurupplifði ég skýin að makast
grasið grænkaði þó í mínum dal - þangað til við lefyðum dýrum að bíta
og við rýrðum hann líka - við skýldum honum í þann
mund sem hann bugaðist og enginn okkar úrslita aðgerð dugaði
ég fann hvernig krafturinn þverraðist og hræðsla lamaði huga minn
dýrinn voru horfinn og sama mátti segja um alla mína félaga
ég kalla þá lélega, því þeir vildu fara, því það var ekkert fé hérna
var eftir einn á mínum báti, og sá bátur að sökkva, ljósin tóku að slökkna
hjartað tók að öskra og ég sjálfur fór að skjálfa og klökna
reyndi að rísa úr upp úr þessu óendanlega myrkri
en á bakkanum sögðu allir; “hlaut að enda með að hann stykki”
barðist gegn straumum hafsins og straumum fólksins
ég fann dauðan hvísla, en ég var í mínum draumum hólpinn…
dúfurnar voru mættar og þær voru flögrandi allt í kringum mig
ópin og köllin frá fólkinu virkuðu einnig bara sem þvinganir
það var að duga eða drepast - bugast eða etjast
stuðast eða letjast, en það er víst GUÐLAST AÐ DREPAST
með eiginn vilja - en það virðist enginn skilja hugarástand
þess sem myndi feginn vilja, láta steininn dynja og látast….