Þetta byrjar rólega og það eina sem mar gerir er að hlusta
svo kaupir mar fleiri diska og fer að syngja með og muldra
hei… þetta er ekkert mál ég hlýt að geta gert þetta líka
og fyrst er mar dissaður af rokk-gaurum sem ekki skítin fíla
en mar heldur áfram að spýta, ríma og svo skíta yfir slíka
fávita sem kunna ekki mína tónlist að meta
en ég feta mig áfram og finn stað til að setja
mínar rímur þar sem allir sem vilja geta skoðað þær
en þá koma hip-hop gaurarnir og dissa mig því ég er ekki nógu fær
flæðið ekki kristal-tært, en ég mun ekki hætta
hækka standardinn, fækka bullinu og koma með textan bættan
fyrsta ríman mín, étin upp og mínir foreldrar dissaðir
svo kem ég aftur og þeir verða fokkin hissa á því
að mér er skítsama hvað þeim finnst, ég mun ekki stoppa
ég mun toppa þig, toppa mig, dissa nokkra og opna mig
leyfa ykkur að sjá, leyfa ykkur að finna fyrir mér
áður en ég verð frægur og mun standa og lesa yfir þér
óstöðvandi hip-hop kraftur sem stöðvast ekki og verður aldrei stopp
held áfram meðan þú ferð afturábak, frá klósetti niðrá kopp