allir vilja eitthvað spurning er hverjir fá
allir hlaupa um allt og ég sit og horfi á
ég sit og læt lífið snúast um jörðina og læt jörðina snúast um lífið
læt mig dreyma um að klífa fjöll sem enginn hefur klifið
búið til það sem enginn hefur búið til og drífa það sem hefur aldrei verið drifið
læt mig dreyma um að sama hvað mætir mér muni ég komast yfir
en þegar ég tæmi fullan hugann og spyr sjálfan mig ég hvað ég lifi fyrir
mig dreymir um svo margt en spurningin er, hvað hentar fyrir mig?
hvenær er maður á mörkum milli græðgi og vonar?
hvenær eru óskir mínar yfir veruleikamörk komnar?
hvenær eru allar líkur á draumarnir rætist horfnar?
hvenær eru þrár mínar orðnar af of stórum skammti skornar?
fólk talar um að maður geti allt svo lengi sem maður þráir það nógu heitt
hvað vantar í mínar þrár? hvenær verður lífi mínu breytt?
þegar skýin hylja himininn og sólin kemst ekki í gegn
verður mér hugsað um tómleikann og hvernig ég er hans þegn
mér verður hugsað um tilgangslausa baráttu við óbeilandi regn
hugsað um hvernig gallar heimsins verður mér um megn
þegar olían kemst í vatnið og reynir að eyðileggja jörðina
hetjan öskrar vaknið! en enginn nennir að vakna
fyrr en það er of seint þegar fólkið loksins nær áttum
og þegar það ætlar að berjast er það óvopnað og þrotið allur máttur