flæði nútimans er eins og kveðskapur fyrr á öldum/
bara nýjar áherslur og farið af öðrum höndum/
yrki um ást,stríð og hatur eins og gert var þá á tímum/
setjum setningar saman í kvæði og við það límum/
orð við orð saman og tjáum okkur í bundnu máli/
því við búum við málfrelsi það er ekki eins og við verðum öll brennd á báli/
sumum finnst auðveldara að tjá sig rímandi/
aðrir tjá sig ekki og leita skímandi/
aðra leiða til að tjá sig og koma skoðunum á framfæri/
aðrir tjá sig vel og fara hamfarir/
því ekki geta allir tjáð sigg jafn vel og ekki alveg eins/
sumir halda það sé ekki til neins/
en ef þú tjáir þig ekki lokast allt innra með/
þar til það brýst út og verður þitt dánarbeð/
ég vel þá leið að tjá mig flæðandi/
annars finnst ég mig vera lokaðan og sálin bræðandi/
guðs sé lof að þetta tjáningarform sé til staðar/
enda er það komið í ljós að hiphoppið laðar/
með tjáningum sínum og velgerðum töktum/
það gerir ekkert til þótt við hikum, höktum/
bara ef leið sinni er haldið áfram og geta tjáð sig lifandi/
geta verið uppumglaður og hífandi/
<br><br>reprezent rivertown
reprezent rivertown