Einsog sorgin fæðir tár, einsog neyðin fæðir þrár/
takturinn fæðir rímur, orðið flæðir einsog ár/
einsog samspil einnar lindar, og sterkra vindar/
hljóðið myndast, niðri…mitt milli kverkar og þindar/
ekkert mig hindrar, í að tala mínu máli/
ekkert mig blindar, allt er skýrt í gegnum tárin/
gegnum penna og blað, sé allt í réttu ljósi/
ekkert fát, ekkert hangs…einfaldlega flétta ljóðið/
með einfaldleika leysi þrautir, glóð verður að eldi/
orð verður að ljóði, blaðið verður mitt veldi/
snemma dags til seint að kveldi, mynda rússíbana/
stöfum raða saman, blómstrar líkt og túlipana/
einsog afgana…mark mitt að finna jafnvægi/
óröð óregla, leysi það, setningar samhæfi/
sjaldnar en aldrei ég alhæfi, vanhæfnin engin/
sama um málfræði, spurning um það, sama sem engin/