eini hluturinn sem þú veist er að einhvertímann vaknarðu upp dauður
hvort sem þú eyddir lífinu rétt eða dóst nauðugur
þú eltist við eitthvað sem aldrei verður eða kemur
fyrr en skemur, kemur stundin sem guð við dauðann semur
stundin er liðin sérðu eftir einhverju?
eina sem kemur mér í hug er hvernig þú eyddir lífinu
stóðst í sama stríðinu. pældir ekkert í tímanum
hugsaðir um falsverðmæti, óðst um í villu
núna þegar það er komið að því að mæta örlögum
þegar þú loksins fattar hvernig þú eyddir þínum ævidögum
hlaupandi um eins og hálfviti í leit að eitthverju valdi
þetta var yfirborðið semað hélt hjarta þínu í haldi
græðgi sem kom út með engu nema tapi
stattu á gati en trúðu mér ég segi ekki allt í plati
mettaðu þig með hatri og beindu því að mér
stattu á gati en trúðu mér ég segi ekki allt í plati
þetta eru viskuorð sem þú skalt leggja á minnið
lærðu núna það verður of seint er þið ykkar köllun finnið
hugsið um framtíðina, sönnum vinum og fjölskyldu þið sinnið
þið þurftið að synda yfir dýpið áður en þið finnið grynnið
maðurinn er veiklyndur og maðurinn efast
maðurinn trúir sjaldan á það sem að aðrir reyna að gera
tala niðrandi um fólk í stað þess að veita því stuðning
það er alltof mikil neikvæð orka og það er ekki spurning
ég ætla mér gott líf í allri minni framtíð
hvort sem ég hef stuðning frá öðrum eða stend aleinn að því