Ég spýti orðum yfir bítinn, nýti allan orðaforðann/
líkt úr nös ég snýti á pappírinn, borínef og borða/
forða mér frá villu vegar, meðan aðrir leita átta/
breyta háttum mínum, nei, á réttri leið að finna málstað/
bara fyrir mig sjálfan, inn og út rím ég nota/
hálf og al yfir þá bjálfa sem að vilja sýna hroka/
otaðu þínum tota annars staðar, gef mér svæði/
annars flæði ég yfir þig, drep þig með kaldhæðni/
einsog og maður á tjaldstæði, ég er tilbúinn að pakka/
ekki lengi á sama stað, en alltaf áfram, aldrei bakka/
harka af mér ófarir, sparka rímum einsog bolta/
held á lofti, aldrei gorta, læðist einsog lítil rotta/
hæðist lítið, tæpast spotta aðra gaura er þeir falla/
rétt svo glotti, varla, veit ei hvort þér finnst það skrítið/
allavega, leyfi mér að enda þetta fallega/
ást og friður til allra, frá hinum vandséðna!/