Sársauki, eins og alda á mér skellur
trekk í trekk
eins og brim á klöpp fellur;
merjandi, blautt og kalt
svo ég upp hrekk, úr þönkum um þig.
En einnig líkt og hinar augum földu,
hátíðni öldur stöðugrar pínu
sem sker inn að beini.
Ég er með hjarta úr steini,
í stað dreyra: sandur og grýti
ég árangurslaust frá mér ýti
hugsunum um þig, og hvernig allt var
en þær leynast allstaðar,
læðast mér að baki, reka mig í gegn
þú náðir á mér slíku taki að mér er það um megn
að virða hvað þú gerðir.
Allir upplifa einvertíman regn og eygja ekki skjól,
en sama hversu harkalega lífið mann serðir,
og sama hversu oft sálin steypist í ferðir
til vítis, er ekki til lítils að sjá regninu slota,
anda léttar, að baki er önnur erfið lota
sigur í orristu; stríðið þó eftir
sigurbogi úr litrófi ljósins
sjór og himinn í undurtær álög hnepptir,
báðir svo kyrrir, svo sléttir, hvílíkur léttir…

En þú trúðir ekki að endir yrði á þessum byl;
Túrtappi í vodka og 50 stórar Magnyl.
Nú ert þú ekki lengur til.