ef ég fæ hugmynd eins og þessa, gríp ég penna og blað
rita niður orð sem saman standa sem setningar í einu erindi
en ég nota ekkert nema tilfinningar í orðin og þau eru yndi
en svo að efninu sé komið fjallar þetta um minn lífsstíl
því ég er fæddur í svíþjóð en fluttist til landsins aðeins 2 ára
var alls ekki viss um hver ég var eða hvað ég átti að vera
en sama hver eða hvað ég var ég hafði mikið að gera
pælandi í þessu og hinu, hugsandi hvað gerist næst
en ég tók það ekki alvarlega heldur lék mér áhuggjulaus
því ég valdi að lifa frjálst og losna við allt stress,
og ég kaus að vera lítill sama hvað henti mig og mína
en svo 12 árum síðar þá loks ég hitti hana
þá lifnaði nýr partur við í mér úr ævilöngu dái
hún bauð mér það sem ég vildi og orðlaust ég það þáði
og í augnablikinu lifi ég ánægður og á blað þetta skrái
nú er ég ekki lengur neikvæður, nú get ég svarað með jái
ég á henni allt mitt að þakka, ég skulda henni allt sem ég á
get ekki hugsað um mig án hennar, hver væri mín lífþrá
þá væri ég nú ekki hugsa mig um tvisvar hvort skal velja
deyja og það strax eða lifa og sjálfan mig alla ævi kvelja
ég veit ekki hvað myndi ské ég vona að ég detti til helja

3x
ég hékk á bláþræði dauðans þegar ég sá þig
sveimandi saklaus leitandi af ást, þú leist fast á mig
ég hugsaði með mér tvisvar roðnaði og fór hjá mér
en þurfti engan loka skilafrest ég vildi vera hjá þér


ég ligg í skýjum í 8 himni sá 7 er ekki nóg
því ég er of happy fyir hina meira segja guð og CO.
Þeir vita ekki hvað hrjáir mig enda enginn ást hér uppi
Þeir hafa séð allt annað vegna þess að lykla_pétur er hippi
Allir halda mig geðsjúkan, en örfáir telja mig á sýrutrippi
Engann grunar ást þó hún sé skilgreind í fræðibókum
En svo kemst ég niður á yfirborðið með nokkrum krókum
Framhjá svartholinu og bakvið sólina og undir tunglið
Allir skynja stjörnuhrap, en ein manneskja sér svífandi ungvið
Stefnandi niður beint til hennar því þar vil ég eiga heima
Þó það gangi ekki upp þá vil ég bara á það benda
Þið kallað mig heimilislausan því ég veit ekki hvaða hús ég hef að venda
Ég er sá sem þig kallið flakkara og ég pakka niður og fer á morgunn
Enda er sérhver dagur góður ef ég finn nýjan stað að sofa á
En þegar ég finn hann vá allir verða hamingjusamir þá
Líka ég þó ég hafi þurft að kveðja, ég vildi það ekki
En nátturueðlið kallar og það kall ég vel þekki
Ég er eins og fíllinn nelly ég bara stenst ekki ferðalög
Sama hvað mér býðst, og hvernig það halda mér engin tök
Ég er flakkari að eðlisfari og flakkari í eigin persónu
Ég hef lent í ýmsu ég gæti samið flakkara sonettu

3x
ég hékk á bláþræði dauðans þegar ég sá þig
sveimandi saklaus leitandi af ást, leist fast á mig
ég hugsaði með mér tvisvar roðnaði og fór hjá mér
en þurfti engan loka skilafrest ég vildi vera hjá þér


ég veit að ég yfirgaf ást lífs míns bara til þess að flakka
ég veit að ég elska hana og henni allt mitt líf ég þakka
því hún studdi við bakið mitt stappaði meiru en stáli í mig
ég veit að þetta er allt of seint að þylja en ég elska þig
það þarf ekki að vera gagnkvæmt, því þá verðurðu fyrir vonbrigðum
því næst þegar ég flakka þá gleymi ég öllu sem við sögðum
allt sem við sögðum gildir öllu á meðan það varir
ég veit að þetta er hörmulega lame setning en ég þrái þínar varir
og ég veit það líka að það verður ekkert úr því
því flakkarar eru stríðsmenn og berjast við sínar þarfir
þær verða undir í baráttunni og þær flagga hvíta fánanum
og loks þurfa þær að viðurkenna að þær töpuðu fyrir
flakkara fávitanum


3x
ég hékk á bláþræði dauðans þegar ég sá þig
sveimandi saklaus leitandi af ást, leist fast á mig
ég hugsaði með mér tvisvar roðnaði og fór hjá mér
en þurfti engan loka skilafrest ég vildi vera hjá þér


kommentið please