Ég var að pæla hvort nöfn skipti einhverju máli í sambandi við tónlist? þ.e.a.s hvað maður kallar sig eða hvað grúbban heitir.

T.d. ef ég myndi heyra eftirtalin nöfn í fyrsta skipti og ekki vita neitt um listamanninn/listamennina myndi mér detta í hug:

The real slim shady: einhver gaur sem reynir eins og hann getur að láta taka eftir sér.

XXX Rottweilerhundar: eitthvað svaka gengi í gallabuxum og strigaskóm, sem eru alls ekki að búa til hiphop tónlist

Magse: einhver svaka cool gaur með derhúfu og sólgleraugu

Bent og 7berg: þetta nafn gæti ekki verið fumlegra þannig að mér myndi strax detta í hug þunglyndir strákar með engar hugmyndir

Skytturnar: 4-5 manna grúbba, með tommur, rafmagnsgítar og bara einn söngvara

Hr. Kaldhæðin: mér myndi detta í hug 30-35 ára gamall maður sem er að reyna að öðlast vinsældir

Messías: frumlegur rappari sem er að fara ótroðnar leiðir

Þetta er kannski svoldið fyndin grein en endilega komið með fleiri dæmi um svona.