Ég verð bara að fá smá útrás með þetta !!!

Ég sá síðasta Undirtónablað fyrir stuttu. Þar prýddu Afkvæmi Guðanna forsíðuna ásamt stórum titli “Hip-hop”. Þetta lofaði góðu, þarna hélt ég að ég myndi sjá heilsteypt viðtal við Afkvæmi Guðanna og jafnvel smá lesningu um hiphop. ….en nei, þetta var ein opna þar sem önnur síðan var með myndum og hin var hálf af texta. Textinn var 3/4 um Britney Spears og MTV og restin var bara 90% bull !!! Ekki var farið með annað en rangmæli og vitleysu í þessum texta.
Sem dæmi nefni ég að Rottweiler var gefinn fáránlega of mikill heiður, Forgotten Lores voru kallaðir Forgotten LORDS og svo virtist staðallinn á gæðum vera hversu mörg lög hefðu verið spiluð á Muzik !!! ..og þetta er bara brot af vitleysunni.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta mjög skýrt dæmi um hversu ömurlega Undirtónar standa sig með að fjalla um Hiphop menninguna og þeir ættu að sleppa því alveg fyrst þeir geta ekki sagt almennilega og rétt frá hlutunum. Alltaf þegar við í TFA höfum haldið djömm höfum við boðið þeim að mæta og aldrei hafa þeir drullast til að mæta og hvað þá segja frá þessu (nema eitt skipti þegar ég sendi myndir sjálfur og bað Robba um að skrifa um það ..það kom 3 mánuðum eftir viðburðinn).

Hvað finnst lýðnum um þetta annars ??