allir í kringum þig segja þér að hætta, en þú vilt meira og meira/
ég veit að ég er einn af hinum en ég bið þig samt í mér heyra/
því ég nenni ekki að öskra en reyni samt og ég keyri mig út/
ég meina þetta er þér fyrir bestu svo að bara heyrðu mig út/
þegar þú dópar verðurðu háður og sækir í harðari efni/
því allir byrja á botninum og enginn upp alla leið stefnir/
en þú ferð sjálfkrafa, ósjálfrátt rankar þú við þér í harðri neyslu/
reynir að snúa við en getur ekki þó þú svarir með auka keyrslu/
en þú verður útkeyrður og gefst upp að lokum sigraður/
reynir að koma upp orði, stamar en andvarpar loks Vá maður/
ef þú nærð að hætta færðu enga ferska byrjun þú verður alltaf samur/
þú verður oft veikur færð afturhvörf af sýru yfir þér er neysluhamur/
brátt þú sækir aftur í vímu þá ertu glataður, þunglyndur og önugur/
afturhvörfin af sýrunni þig hrjá, alla ævi verður þú óöruggur/
þegar þú ert að keyra, labba, vinna svo ég nefni nú helstu skiptin/
þú ert kannski í umferðinni á bíl og verður allt í einu voða sybbin/
og þú sofnar og þá er voðin vís, vafalaust tapar lífinu/
flaggaður hvíta fánanum og viðurkenndu að þú tapaðir stríðinu/
en það eru enginn endalok, öll helstu heimsveldin hrundu/
þó það sé ekki gott að tapa né vera háður hörðum efnum/
Mundu…að bráðum verður hægt að fara í meðferð á veraldarvefnum/
þó það hljómi undarlega, stórskrýtið og jafnvel heimskulega/
þá var það nú samt hægt að finna allt meira að segja sæðisgjafa/
í gamla daga þurftu lesbíur langt að grafa til hafa upp á sæðinu/
nú þurfa þær bara netið til hafa feng upp úr krafsinu/
en því var skjótt lokað, en djöfful dýrt var það að tíma þessu/
en ekkert er víst of dýrt fyrir krakka svo að þetta naut smá blessun