Ég var að velta fyrir mér af hverju í ósköpunum Sesar A er “vinsæll” á Íslandi! Ég var að svona að kíkja á dómana sem lögin hans fá á muzik.is og þeir eru allt of góðir!
1. Textarnir eru svosem sæmilegir á köflum, en yfirleitt eru þeir bara endalaus þvæla! ,,…feitur skóþvengur hvert sem ég fer, feitur skóþvengur… osfrv.“ og ,,…ha ha ha ha, Sesa RA ég representa aðeins það feitasta… hva” (frumlegt rím eða hitt þó heldur!) Hann má þó eiga það að hann rappar ekki bara um ímyndað kynlíf og tippi og píkur eins og bróðir hans…
2. Raddbeitingin suckar (no explanations needed!)
3. Flæðið er ömurlegt og þeir sem að halda öðru fram hafa greinilega ekki kynnt sér hvað flæði er í raun og veru! Það eru mjög fáir sem ná fram góðu flæði á íslensku en það er þá helst kanski Birkir úr Forgotten Lores í Sprog Rap (sem er schnilld btw)
4. Tónlistin sjálf, melódíurnar (ef melódíur skal kalla) og takturinn er frekar mikið fret. Þetta er ófrumleg lagleysa og bítið er frekar óþétt og leiðinlegt!
5. síðast en ekki síst þá er maðurinn því miður bara með leiðinlega rödd!
Semsagt þá er ekki neitt sem mælir með því að maður eiði tíma í að hlusta á þessa vitleysu. Maðurinn er að nálgast þrítugs aldurinn og á líklega ekkert eftir að verða betri. Það skal þó tekið fram að ég hef ekkert á móti manninum sjálfum, mér þykir hann bara vera lélegur rappari…

Kveðja Brútus

PS. ef að einhverjir eru ósammála mér þá svara ég bara málefnalegum rökum. Ég nenni ekki að eyða tíma í eitthvað: ,,Sesar A er bara víst góður og allir sem segja annað eru skíthælar!"