Svartklædir hamrarnir rýna í sál mína þungbrýndir svo ég get ei staðið-einn/
Það sem ég áður gat farið er, horfið svo líf mitt og sál geta ei falist-hér/
Sprungur í þungum veggjunum virðast mér sem lungu sem þenjast við hvern andardrátt/
Hræðslan við mirkrið svo mikil að innst inni ég öskra en reyni ekki að hafa-hátt/
Inní mér kraumar sú þörf til að baula á hvern sá sem lítur hornauga á mig/
En sálin hún öskrar af þakklæti og hörfar fyrir þeim sem að loksins fá stoppað mig/
En frá ræflinum inní mér koma þó stundum þau hnífbeittu orð sem að byggja minn-huga/
Þá stinjandi hugsa ég tindrandi af kulda um nístandi uggann.. ég hverf inn í-skuggann/
Vann Rímnaflæði 2008, en hef ekki látið fara neitt fyrir mér í þessum blessaða rapp heimi.. en lifi Evilmind og Arnar Freyr