Ákvað áð gera eitt stykki gagnrýni á hann Poetrix og plötuna hans Fyrir lengra komna. Endilega segiði ykkar skoðanir :)


01. Intro: Þetta lag finst mér mjög gott þar sem hann er að rappa um hvað hann er ekkert eins og þessir skítarappar hérna á Íslandi og hlustar maður á skemmtilegt gítar undirspil eftir hann M.A.T. og hlustar maður líka á söng frá honum Seth sem er fínt, gef þessu lagi 8,5

02. Alvara: Þetta lag er ekkert annað en það sem að nafnið segir, maður hlustar á geðveikt hammond í undirspilinu og lúður sem er spilaður lágt og þar sem að hann er að rappa um þennan feik persónuleika sem fólk er að leika og gef þessu lagi 9,0

03. Vegurinn Til Glötunar: Snilldar lag finnst mér þar sem ég er stór aðdáandi af Bubba og hann kemur með sitt þarna í viðlaginu og Poetrix að rappa um hvernig heimurinn er á veginum til glötunar, flott gítarspil undir. 9,0

04. Að Halda Því Ekta: Þarna er hann klárlega að halda því ekta yfir takt frá Ívari flott hammond kemur þarna fram og skemmtilegar djazz trommur, Poetrix kemur fram sínu. 8,5

05. Rónaljóð: Snilldin stoppar ekki þar sem Reynir Róni kemur og flytur ljóð þar sem han samdi sjálfur í byrjunnini og kemur svo Poetrix með algjört rónaljóð um hvernig er að vera alki. geðveikur taktur en hinsvegar leiðinlegt perc sem kemur þarna og endurtekur sig alltof oft og einhver leiðinlegur string þarna í öðru versinu, annars flottur texti. 9,0

06. Tík: Fínt undirspil eins og ávalt og ekki ætti maður að spara hátalarana við spilun á þessu lagi. Ásamt kemur Marlon og kemur þar með fínt erendi. Boðskapurinn er sannur þar sem það eru alltof margir rappar hér á Íslandi!, 8,0

07. Tileinkað Veronu: Snilldin uppmáluð í þessu lagi og endalaust fallegur texti og flott undirspil eftir Steve Sampling, geðveikur texti, geðveikt lag. 10,0

08. Náðu Taki Á Jörðinni: Hér kemur Ragúel sem er snilldar rappari með geðveikann texta og Poetrix líka og svo kemur Earmax (Nagmús) með einn massívann takt sem gerir lagið ekkert verra. 8,5

09. Spurningar: Skemmtilegt undir spil og Poetrix með góðann texta, en það tekur mig svoldið útaf laginu þegar hann segir ‘'siggi ertu heima’' það fanst mér eitthvað kjánalegt. Góður taktur eftir Steve Sampling og einkuninna fær þetta lag 8,5

10. Gerviboðefni: Helvíti flottur texti eins og alltaf en þyrfti að koma út sem lag, en gæti það aldrei, ekki þannig sett upp. 8,0

11. Havana Club: Ragúel kemur enn og aftur og sömu góðu textagerðina, góður taktur eftir Steve Sampling. 8,5

12. Kaflaskipti: Kaflaskipti er mitt uppáhalds lag á plötunni, alltof geðveikur taktur með píanói og flottum trommum og sjálfsmorðs íhugunum sem er geðveikt, og geðveikur texti og geðveikt lag allt í allt. 10,0

13. Draumar: Hér kemur gott dæmi um það hvað þessi plata er mikið í djassinu, sem er ekkert verra, gott undirspil, flottur texti eins og allaf. 9,0

14. Sorgmæddi Samuræinn: Ég fatta meininguna með þessu lagi en ég dett ekki alveg inní það, samt góður texti, en aðeins meira þreytandi píano en góður gítar. 8,0


Látið ekki eins og að ég hafi ekki tekið eftir flowinu hans Poetrix en það stoppar engann, þessi plata er ófrosinn lækur, algjör geðveiki og snilld og get ekki beðið eftir annari plötu frá þessum snillingi. Gef henni slétta og hreina 10. Endilega komið með það sem ykkur ber á hjarta :)