Hugar-angur angrar mig vegna lífs sem mig rámar í,
en fæ ekki frið, því kjaftsögur þær fljúga á milli,
enda fylli ég ekki kröfur neytenda, forsenda þess
sem ég gerði hér áður fyrr, löngu liðið hef beðið,
lengur eftir réttlæti, sæti refsingu vegna þess sem
ég gerði, hún fellst í því að ég verði, alltaf
stimplaður dópisti, missti tvö ár í dópið, en þið
fullorðna fólkið segið bara hann er dæmdur maður,
en það er bara þvaður, því ég er breyttur, en
ávallt verð ég þreyttur á kjaftæði úr ykkur, JÁ
ykkar vandamál þið felið bakvið mín og annara
manna, hvað hafið þið að sanna með sögum sem þíð
segið, þið megið, ÞEGJA(echo),
þið megið þegja eða NEI, haldið bara kjafti, þið
vitið ekki neitt um mig eða mína hagi, hvorki
fortíð né framtíð ég líð þetta ekki miklu lengur,
þú hengur, innan um hóp af fínu fólki,og segir sögur,
til að skýla eigin rassi, þótt ég hafi verið í hassi,
eða öðru eitri það skiptir ekki máli því, þið eruð engu
betri, breyti rétt í dag, breytti rétt í gær, þær hugsanir
halda mig fjær, öllu bulli, rugli sem rennur útum
þverrifum á heimskum meirihlutanum, hvað í and-skotanum,
skiptir ykkur máli. hvernig ég lifi, eða hvað ég geri,
hverju ég klæðist, eða hvernig ég beri fram tungumál
mitt, en það er ekki þitt vandamál, en annað mál er að
tár renna niður kinnar móður minnar vegna sögu sem hún
heyrir ykkur segja, að sonur hennar sé að deyja, vegna lífs
sem hann kaus sér að lifa, en ég efa, að ykkar sögur sefi ykkar
eigið HUGAR-ANGUR, HUGAR-ANGUR, HUGARANGUR…………….

HÖF.Klókur (vitringarnir 3).

þetta er einn af fyrstu textunum mínum, og var hann samin
til fólks sem er að bulla eitthvað um aðra til að hylja
sín eigin vandamál……….. A.I.G.H.T.

P.S.
ÞIÐ MUNUÐ HEYRA Í OKKUR (SENNILEGA) MJÖG FLJÓTLEGA.