Ætla að henda inn hérna texta, eða bara fyrsta partinn reyndar. Er enn að vinna í seinni partinum, vildi bara sýna það sem ég er kominn með og væri fínt að fá að vita hvernig þið eruð að meta þetta.


Partur1.

Ég stend enn með særða sál
Skil ekki öll þessi flókin mál
Stend með þrá sem ég mun aldrei tjá
Því ástin svíður eins og brunasár
Ef ég bara gæti fangað þig
Með orðum og ljúfum takti
og þú myndir ekki hverfa frá mér
Eins og klaki í volgu vatni
Þá myndi ég nýta tækifærið sem myndi gefast
Ég sef á votum kodda
Því það er svo vont’að hugsa um þig
Áður en ég sofna
Tilfinningarnar sem þú barst til mín
Virðast allar hafa dofnað
Reyni að kveikja aftur áhuga
Eins og á ljósalampa
En það virðist ekkert duga
Þú virðist ekkert fatta
Mér tókst einhvernveginn að fela
Fyrir henni allt sem ég var tilbúinn að gera
Og þegar ég reyndi að sýna það
Þá sökk ég neðar
Ég skapaði alltaf fleiri og fleiri vandræði
En héðan í frá mun ég vanda mig
Með alla smáhluti
Þegar það kemur að næsta sambandi
Þarf að finna sú réttu
Sem mér líður vel hjá
Þar sem ég get verið ég sjálfur
En mun ekki hafa hraðan á
Því þetta ár hefur verið grátt að lit
Hef upplifað öll þessi fjárans svik
Og allar þessar blekkingar höfðu svo mikil áhrif
Þó svo að fólk vilji heyra söguna
Vil ég engan tala við
Horfi bara útum gluggan á lífið í gegnum dropa
Tek upp blað og rykugan blýant
Sem ég hef aldrei notað
Skrifa niður skilaboð til þín
Sem þú munt aldrei fá að sjá, né heyra
Það verður lokað oní skúffu, tilbúið að gleymast
That's why we seize the moment, and try to freeze it and own it