Svöl síða…Ætlaði bara að láta vita af Vitringunum3 á mofuckin Akranesi(rokrassgat) vi erum búnir að vera starfandi í dágóðan tíma og gengur vel bara…

Oft er ég niðurlútur-vanþakklátur á meðan ég get verið kátur, þakklátur, sáttur við að lifa þar sem ríkir friður og sá kraftur til að vera ekki fylliraftur ég er allsgáður ekki neinum eiturefnum háður í mínum eigin vilja var ég smáður-verð að skilja að hálfur maður var ég áður Hálfur maður að því leiti að heili minn var þakinn eiturefnafeiti ég hef lofað hlutum gefið heiti þess efnis að ég breyti mínum háttum en ég sannleikann skreyti til að ná áttum, halda sáttum gagnvart þeim sem næst mér standa til að þeir léttar megi anda en þeir sáu aldrei þann vanda sem ég kom mér alltaf í-á ný-með því að lúta að mínum forna fjanda sem er ég sjalfur-hræddur eins og antikristur holdi klæddur losna ég undan lífsins veruleika með því að láta mig dreyma um að fara á flug opna aðra heima.

Því það mun koma að því að ég get ekki flúið-lengur ekkert gengur búið því satan vafði mér um sína fingur með klækjum hann er slingur-snillingur, safnar saman sínum börnum kastar útí ystu myrkur í hans nafni smíða djöflakyrkjur-úr beinum vöggudauðra barna sem í blindni fálma, kyrja svarta sálma svartnætti til dýrða í mínum gegnumsýrða vilja var ég dauðadæmdur-flæmdur fram af grafarbakka í hugsun var ég afskræmdur, ég var sokkin oní svartan sora-dæmdur til að þora ekki að ganga á drottins vegum en ég þakka fyrir styrkinn til að bakka frá þeim lifnaðarháttum, ég náði áttum-sáttum við hinn mikla, lagði saman mína lófa bað til jehóva, bað hann að teyma mig annað en til dánarheima-teima mig til betri vega, betri mála í huga mínum hamra ég það stál til að hreinsa mína sál…….

Því mín sál er ekki lengur satans fengur en hann ennþá í mér hengur undirniðri hann leynist í huga mínum uns hann gleymist - gleymist nógu lengi til að innrameðmér safnist upp sá kraftur til að vekja hann upp aftur, vekja upp hið illa, því sem áður hefur unnist með illsku mun hann spilla og vekja upp andlega kvilla, eiturlyfjaþorstann trylla ég vil ekki skrattan hylla, á grafarbakka drottin er mín eina sylla og ef ég leyfi henni að brotna mun ég rotna en ef ég bið til guðs verður sigurinn sætur, ég mun taka upp hin andlegu vopn sem hann lagði við mína fætur og ég mun lifa í hans nafni uns yfir lætur.

Látum heyra í okkur.