Ég er enn að vinna í viðlaginu sem á að fylgja textunum, en endilega gefið álit og ábendingar.

Partur1

Hvar er þessi Skuld sem ég þarf að tala við
Vil spyrja margra spurninga
En fæ bara engu svarandi
Mig langar að geta gleymt
En minningarnar halda fast
Og þegar ég hugsa um þig
Fæ ég þrefaldann hjartatakt
Ég þrái að halda í hönd þína
Þá virðist hverfa vanlíðan
Þú lýstir veginn fyrir mér en nú virðist allt svartsýnna
Þú snertir mig, varst neysti í mínu lífi
En ég bleytti þráðinn og drap ævintýrið
Ég hugsa ekki rökrétt
Þegar hugur minn er þungur
Upplifi þessa ástarsorg tímanum of ungur
Vil bara ekki skilja það
Að ég sé að missa þig
Það sé ekkert sem ég get gert
Nema að sitja hérna titrandi
Ég virðist sökkva niður kviksand
Þessi tilfinning er kæfandi
Vaknaði úr minni efasemd
En þá viltu aftur svæfa mig
ég veit vel að ég særði þig
sú tilfinning er að drepa mig
og þegar ég hugsa til baka
tek ég sjálfan mig að hálstaki
fæ ég þig til baka ..ég bara spyr
fæ ég þig til baka ..mig vantar þig
Dagarnir líða
Á hverjum degi mun ég sakna þín
Líf mitt er núna, svo alltof langt frá paradís

Partur2

En annar dagur mun líða
Og gleðivíma fær að skína
Ég anda góðu lofti
Og faðma vini mína
Þeir hafa aldrei brugðist
Alltaf verið við
Og öllum mínum spurningum fékk ég loks svarandi
Því með tímanum sem leið
Hafði ég tjáð mig
Og fólkið sem ég elska gáfu eigin álit
komu því á framfæri að ég myndi bjarga mér
þó svo að ég væri einn
myndu þau alltaf standa með
Mamma sagði .. að það væri heill hellingur
Af stelpum þarna úti
Sem ég vissi ekki um
Að ég ætti ekki að einblýna á það neikvæða
Og þó svo ég vildi ekki skilja skilaboðið
Vildi ég samt sem áður heyra það
Því orðin voru sönn
Þau veittu mér innblástur
Fengu mig til að skilja að ég ætti að brosa aftur
og í lokin… mun ég enda mína þráhyggju
eins og Bobby McFerrin sagði: ekki hafa áhyggju
That's why we seize the moment, and try to freeze it and own it