Af því að ég hafði ekkert að gera þá datt mér í hug að kíkja inn á www.nulleinn.is, sem ég fer reyndar mjög sjaldan inn á. Þar á spjallinu rakst ég á grein um Sesar A, sem greinilega maður í mikilli sálarkreppu hafði skrifað. Ég ákvað að láta hana hér, þó að hún eigi eflaust betur heima á brandarasíðunni.
Hér kemur greininn:

Frá : giant 12.9.2001, 20:27
mín skoðun á Sesari A

Djöfull misst ég andlitið áðan…ég var að horfa á sjónvarpið og það kom myndband með Sesari A….

Hvað er eiginlega á seyði hérna???…eftir að Rottweilerhundarnir urðu þetta stóra númer á Íslandi fyrir að vera að rappa á íslensku, þá er búið að troða því beint í fésið á manni að Sesar þessi sé einhver afi íslensks hip hops. Sesar var víst að gefa út plötu sem er víst fyrsta platan sem er röppuð alveg á íslensku. (Þrefalt HÚRRA fyrir honum)

En mér blöskraði nú alveg yfir þessu myndbandi. Fyrir það fyrsta gerðist ekki baun í því. Jú! reyndar fór kall skarfurinn út á ruslahaug (þar sem ég held einmitt að hann eigi best heima) Fyrst hélt ég reyndar að þetta væri einhver “grín” rödd sem væri gerð í tölvu, (Sorry ef einhver móðgast) enn síðan fór ég að hlusta á rímurnar hans og á endanum emjaði ég úr hlátri….”Byrjar á S og endar á A!!!!!” Þetta er besta setning EVER (Gæti líka verið skinka eða skonsa)

Enn rúsínan í pulsuendanum er sú; að þessi merkilega fígúra er einmitt bróðir Erps úr Rottweiler, þetta er nú alveg kostulegt! tveir vandræðabræður hvor öðrum asnalegri að gera næstum það sama! Skyldu foreldrar þessa ágætu bræðra vera komnir undir græna torfu eða kannski búa þeir bara ekki í landinu? Það er kannski líklegri skýring!!!

Allaveganna vona ég að ég heyri meira í honum Sesari í framtíðinni, Hlátur lengir nefnilega lífið