Vivid Brain.

Hugarfóstur mitt brýst út með súrrealíska brenglun
ég er gömul sál með póstmóderníska hegðun
frjálslyndur í lífsviðhorfum því með abstract hugsun
geng út að endamörkum jarðar í baggý buxum
afkvæmi 21. aldar kaldhæðni
leikmaður í stærri leikfléttu sem og hjá taflmanni
byrja þræll, svo leiguliði, enda uppi sem valdhafi
á þessu skákborði, orðið heldur mér gangandi
syngjandi í rigningu í þessum steypufrumskógi
þeir hæfustu komast af en hinir verða aðeins að mulningi
kunningi, ekki tefla skák við þá sem kunna ekki
askja pandóru opnuð en þeir ennþá trúa ekki
skella skollaeyrum við söng þó það sé náttgali
að degi til sérð aðeins skugga minn því ég er náttfari
hugsandi, víxlandi, tilveru á Íslandi
orð mín glymja í eyrum þér þó að ég sé hvíslandi
sýslandi margt og mikið, aðallega tvístrandi
væri ljónið konungur dýranna ef rödd þess værí hvíslandi
vísbending, nei!