Nýjasti textinn næstum fullkláraður, smá ritstífla í gangi heh, en endilega commentið ;)

1.verse

Þau bestu fara fyrst, eða svo segja Guðirnir
eitt líf er tekið, svo fæðist annað samstundis
við vitum þetta öll! En samt aldrei tilbúin!
því það er alltaf jafn vont að missa ástvini
en alveg sama hvað þá tæklaðiru veikindin
með bros á vör og þú sagðist ekkert finna til
gafst aldrei upp og ekkert hrædd við rannsóknir
fannst svo oft til en þú lést það ekkert stoppa-þig
hræddist ekki dauðann og alls engar hindranir
eg sagði það of sjaldan, en veistu ég elska þig
Rifja upp stundirnar og ég horfi uppí himininn
skýjin leggjast saman og mér finnst þau stafa nafnið þitt
það snertir í mér hjartað og allar mínar hugsanir
veit þú fylgist með og ég fyllist fyrst af söknuði/


Chorus:

Já lífið er svo stutt, og skortir svo oft réttlæti
þú fórst í burt og við stöndum eftir grátandi
vegurinn gekk lengra, en lífsklukkan stoppaði
trúin tók svo við og gullna hliðið opnaðist/

2.verse

Ég hélt ég þekkti mikið, ég hélt´eg þekkti öll erfiðin
en þegar síminn hringdi-og mér var sagt að kveðja þig
Rigndi niður tárum og röddin í mér titraði
Ég trúði ekki þessu og hjartað í mér stoppaði
sálin í mér skalf og líkaminn svitnaði
reiðin í mér óx og ég bara missti mig!
alltaf eitthvað vont, og hvenar mun birta til?
krosslegg alla fingur, en hvar eru allir englarnir
sé þá ekki fljúg-en veit samt þeir eru vakandi
veit þú ert þar núna og ég veit þú vakir yfir mér
ég missti aldrei trúna og ég veit þú fylgist vel með mér
með geislabaug á höfði og tvo vængi á herðum þér/


Chorus:

Frá unga aldri gekkstu yfirleitt um grýttann veg
þú varst alltaf engill, þú áttir aldrei heima hér
svo miklu betr-en við öll, þú varst alveg yndisleg
ekkert nema gleði og hamingja sem fylgdi þér/

3. Verse

Það var bara svo sárt að þurfa horfa á eftir þér
tilhugsunin erfið og hárin rísa á höndum mér
í gegnum dimma dali, ertu einu skrefi á undan mér
heldur fast í mig og þú vísar mér um réttann veg/
en skærustu stjörnurnar skína svo of styst
þannig er jú lífið það er engin sanngirni
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”