Ég ligg andvaka
hugsa um réttu orðin og réttu textana
sem ég næ bara ekki að handsama
hverfur í skugga, þykka þoku
skortur á einbeitingu, alltaf fastur í fyrstu lotu
textasmíði mín er eins og bardagi
ég mun aldrei vinna en aldrei gefast upp
hugsa stórt en geri lítið
Bý mig undir stóra hluti
en fórna engu, ekkert blóð, engin tár, engin sviti


Mér finnst ég fastur á sama stað
reyni að ýta mér áfram, sama hvað
skrifa í vonleysi, eyði orku í tómar hugsanir
kem mér áfram um eitt spor
en þá bætast við margfalt fleiri hindrani
That's why we seize the moment, and try to freeze it and own it