Núna áðan var ég að horfa á Milli himins og jarðar… eða varð litið á hann öllu heldur, og sá þar þá bræður Erp og Eyjólf rappa og hann dj Magic að spila undir, eða hvað ? Ég vissi nú ekki betur en að þetta væri eitthvað helvítis mime, sem er bara slappara en allt, allaveganna sá maður að hann Magic var nú ekkert að skratsa allt þetta á þessari einu plötu, þótt ég viti nú ekki mikið um hip-hop sem slíkt þá tók ég eftir því að þeir voru ekkert að taka þetta live. Það er nú bara með því slappasta sem maður sér, en hip-hop artistar eru venjulega einu artistarnir sem performa alltaf live, því þeim finnst svo slappt að mime-a. En svo sér maður þá bræður þarna, mime-a í sjónvarpi allra landsmanna því þeir eru orðnir svo merkilegir að þeir geta ekki tekið lögin sín sjálfir. Ekkert nema slappt.