Biggi Em!

Verse 1:

Lífið erfitt þar sem allt snýst um söluna
hart stríð þar sem ekkert útskýrir kvölina
engin vorkun því ég lagði sjálfur upp í förina
leita í efnin, því ég finn oftast svörin þar
oft liðið illa og oft verið stutt í snöruna
en aðrir dagar betri og jafna út stöðuna
frumlegur höfundur með eitraða textana
sama hvað ég tek að mér, vinn ég flest-alla/
22gja ára, frá tvö-hundruð-og-tuttugu
orðaforðinn góður en töluvert skítugur
sjáður hvernig eg er! Rétt rúmlega tvítugur
fæddur sigurvegari, hef aldrei verið síðastur
ekki sótt stúdíó, en það kemur allt með tímanum
einkum fresh þegar ég fokking kasta frá mér rímunum
heitur gaur líka þar sem eg er umkringdur píkunum
en skellum í viðlag og hækkum í beat-inum/

chorus:

ferskur gaur, með ferskar rímur
harður gaur, með harðar línur/
skemmdur gaur með skemmda hugsun
hvít derhúfa og klæðist víðum buxum/
ekkert tan og enginn hlýrabolur
bara alvöru maður með mína-skoðun/

Verse 2.

Ég er mættur hér til að setja punktinn yfir i-ið
ferskasti rapparinn þó ég sé nokkuð nýr á sviði/
ef þú villt orðastríð, þá er auðvelt að finna-mig
átta-sex-sjö-sjö-sex-tuttugu er einfaldlega númerið
hvar og hvenar sem er hef ég tíma til að sigra þig
geng oft of langt og orðin geta verið særandi
var aðeins 12 ára gamall þegar ég kynntist hip-hopi
varð ástfanginn og eminem veitti mér innblásturinn/
síðan þá hefur penninn oft verið bleklaus
skriftir gengu fyrir, og var oft mín lausn
á að leysa marga vanda! því ég kaus
að nota blað og blýant og eyða fortíðinni þarna
en sumir af mínum djöflum ákváðu að staldra
við og tókst að glata því sem skipti máli (HÚN SANDRA)
en sjálfsvorkun er veikleiki og ég þekki þá ekki marga
skemmd sál nagar mig, svo flestar tilfinningar farnar/


chorus:

ferskur gaur, með ferskar rímur
harður gaur, með harðar línur/
skemmdur gaur með skemmda hugsun
hvít derhúfa og klæðist víðum buxum/
ekkert tan og enginn hlýrabolur
bara alvöru maður með mína-skoðun/
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”