Á nútíma íslensku við köllum rapp rímnaflæði/
finnur góða rímu, lætur einsog þú sért með hundaæði/
sumar rímur langar, aðrar eru stuttar/
ég byrjaði að skrifa 15 aðrir byrjuðu sem guttar/
margir segj´að rapp á íslandi sé í lægð/
ef þú rappar á íslensku þá öðlastu aldrei frægð/
en skoðun mín og annara hún er allt önnur/
þess vegna er tilgangur lífs míns að færa á því sönnur/
að íslenskt rapp mun einn daginn verða frægt/
þá sýnir það og sannar að á Íslandi er allt hægt/
þeir sem rappa hér á ensku þykjast vera svalir/
en fyrir okkur hina hljómar það í eyrum einsog kvalir/
einn góðan dag íslenskt rapp verðlaun hlýtur/
á meðann annað útlenskt rapp hljómar einsog skítur/
með því að rappa á íslensku ákveðinn ís er verið að brjóta/
þetta endar með því að íslenskt rapp verðlaun verður að hljóta/
þó þróun íslensks rapp sé ennþá soldið hæg/
er darumur okkar allra að verða á endanum fræg/
mín lokaorð eru þau að Guð okkur lífið gaf/
til að rappa á íslensku, komast út og meika það/


Þetta er ekki vanvirðing fyrir þá sem skrifa eða rappa á öðru tungumáli en íslensku þó það líti þannig út