Ef þið hafið lítið að gera á miðvikudagskvöld, annað kvöld, stillið endilega inn á Voice 98.7 í gegnum netið (eða útvarp ef þið eruð akureyringar) á www.voice.is.
Þ.e.a.s. ef þið viljið gíra ykkur upp fyrir Pete Rock sem er væntanlegur á frónið 28. febrúar.

Þátturinn byrjar kl 21 og stendur til 23:30 eða 00:00. Fer eftir hvernig liggur á mér. En þar mun ég stikla á stóru yfir óendanlega marga classics frá (að mínu mati) besta taktsmið rappsögunnar.

Ég minni einnig á að Hiphopþátturinn Kronik fer í loftið one time only á föstudaginn. Sjá betur hér:

Yessir,

Í tilefni af 15 ára afmæli þáttarins þá fer Kronik aftur í loftið í þetta eina skiptið á x-inu 97,7 föstudagskvöldið 27 Febrúar frá kl 20-22.

Þar munu koma fram góðir gestir en Dj Rampage, Dj B-Ruff og Dj Fingaprint munu verða við stjórnvölin.

Eftir þáttinn verður haldið svo niðrá Prik þar sem Kronik “Pre party” verður haldið til að hita upp fyrir Pete Rock (en hann spilar á Club 101 daginn eftir eða laugardagskvöldið 28 Febrúar.) Á prikinu þá munu Dj Rampage og Dj B-Ruff sjá um tónlistina og verður því gullaldar hiphop tónlist í algleymi ;O)

“If you don´t like it eat a Di**”

Kronik Ent


Kronik endurvakinn? Þið VERÐIÐ allavega að hlusta á hann!

Pís!
Darri