Búinn að ganga um í hringi bölvandi og ragnandi
Að bölva ríkisstjórninni í öðru en reiði, ég hafna því
loforð brotin eins og hlekkir gömlu daganna
glerbrot sálanna liggja á jörðinni fyrir augum mannana
Við stemmum stigum gegn þunglyndi með gervi þörfum
Barnameðlög hvetja ungar mæður að eignast heri af börnum
En hver er ég að dæma þessa samfélagsmynd? ómenntaður
en er hver maður sem tekur menntun yfir skemmtun misheppnaður?
Ég finn löngun um að sleppa mér og fljúga burt í flýti
Er grasið grænna hinum megin hæðarinnar? bíður mín konungs ríki?
Lyktin af lífinu er sérstæð, myntukennd með keim af brunnum mat
Við mennirnir höfum reynt að fóta okkur í fæðukeðjunni en runnum af
svo unnum allt, reynum svo að vernda önnur dýr í kaldhæðni
tvær ástæður fyrir því; matur fyrir okkur og til að forðast vandræði
En hver er ég að dæma þessa samfélagsmynd? ómenntaður
Er það að hleypa öðrum að í stað þess að koma sér áfram lítill metnaður?
Ósæð lífsins virðist ekki geta ráðið við lýðinn sem er mjög ýtinn
Erfitt að höndla stríðin - verðum að viðurkenna að við erum nokk skrýtin
Horfi á aðra ganga á milli fatastíla - líkt og þeir séu rápandi
en á sama tíma finn ég sjálfan mig í stöðugu stríði gegn ríkjandi ástandi
Múgurinn gleypir við öllu eins og reynd klámleikona í lok ferilsins
Og ef lífið væri hestur ættum við bara skilið að vera aftast á merinni
En hver er ég að dæma þessa samfélagsmynd? ómenntaður
Þarf vel menntaður maður sem á litla peninga að vera lítt efnaður?
Við lifum hátt í góðærum, bíðum svo eftir að krepputímum linni
en þarf ég að eiga fjaðrir eða vera trúaður til að vera ávalt í 7unda hinmi?
þarf ég að drýgja hinar 7 syndir, á okkar sjö mismunandi vikudögum?
eða vera eins og guð vinna í sex daga, stunda sex á hinum með sex öðrum dvergum?
Eru vísindi trúabrögð? því þá trúi ég bara á almenna skynsemi
Geta þeir sem trúa ekki á helvíti verið bölvaðir og verið þangað innsendir?
En hver er ég að dæma þessa samfélagsmynd? ómenntaður
Ef að maría mey hefði verið á pilluni hefði þá ekki orðið getnaður?